Print

Vettvangsferð í Snæfell, 5. – 6. 09. 2014.

þann .

B
 
Föstudaginn fimmta semptember síðastliðinn hélt fríður hópur nemenda frá Menntaskólanum á Egilsstöðum og Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu í vettvangsferð í Snæfell ásamt nokkrum kennurum frá báðum skólunum. Ferðin var farin í tengslum við snjallsímaleiðsögn um viss svæði i Vatnajökulsþjóðgarði sem þessi hópur vinnur að í samstarfi við Max-Plank-Gymnasium í Trier og Snæfellsstofu. Voru nemendur búnir að afla sér upplýsinga um Snæfell og nágrenni og var markmið ferðarinnar að átta sig betur á staðháttum og taka GPS punkta. Eftir að hópurinn hafði komið sér fyrir í skálanum þar sem gista átti um nóttina, var lagt af stað á fjallið. Veður var eins og best verður á kosið, sól og blíða en í fjarska sást móða frá gosstöðvunum í Holuhrauni. Um kvöldið var snædd ljúffeng kjötsúpa sem Sigga kokkur í mötuneyti ME hafði undirbúið.  Síðan, þegar dimmt var orðið úti bauð Sigurbjörn bílstjóri okkur í bíltúr upp að Sauðahnjúkum. Af hnjúkunum sést vel til gosstöðvanna í Holuhrauni.  Um nóttina fór vel um okkur í notalegum Snæfellsskála þó nokkrir kvörtuðu undan hrotum í þreyttum félögum sínum. Skildu þeir nú vel að kennari hafði sett eyrnatappa á lista yfir útbúnað fyrir ferðina.
Upphaflega átti hópur nemenda frá Max-Plank-Gymnasium að vera með í för en þeir frestuðu Íslandsferðinni með skömmum fyrirvara vegna jarðhræringa og eldgoss. Hér má sjá fleiri myndir úr ferðinni.
 
Print

Nýnemar boðnir velkomnir í ME

þann .

IMG 7891

Undanfarin ár, eða svo lengi sem elstu menn muna, hafa svokallaðar busavígslur tíðkast við flesta framhaldsskóla landsins. Í busavígslunum eru nýnemar „vígðir“ inn í skólann af eldri nemendum og hefur sú vígsla oft gengið út á það að niðurlægja nýnemana og láta þá sýna hinum eldri nemum lotningu. Í busuninni hafa nýnemarnir stundum verið settir í drullubað, látnir innbyrða einhvern ógeðslegan graut og látnir ganga í gegnum bæinn undir hrópum og köllum eldri nemenda. Þeir nýnemar sem ekki hafa látið segjast hafa svo sætt enn frekari niðurlægingu og jafnvel meiðingum. Þótt busunin sé skemmtileg og spennandi fyrir flesta nýnema getur hún verið öðrum hreinasta kvöl. Sumir hafa meira að segja brugðið á það ráð að mæta ekki í skólann á busadaginn og aðrir hafa jafnvel valið skóla þar sem busun er ekki leyfð.

Litið hefur verið á busunina sem hefð sem erfitt væri að hætta við eða breyta. En í sumar sendu Skólameistarafélag Íslands og Félag íslenskra framhaldsskóla frá sér ályktun þar sem hvatt var til að tekið væri vel á móti nýnemum svo þeir fengju það á tilfinninguna að þeir væru velkomnir í skólann.

Við Menntaskólann á Egilsstöðum voru nýnemar boðnir velkomnir fimmtudaginn 28. ágúst sl. með nýnemaskemmtun í frábæru veðri  í Selskógi þar sem starfsfólk skólans, eldri nemendur og nýnemar fóru í leiki og að því loknu var boðið upp á hressingu. Allir skemmtu sér vel og flestir tóku þátt. Einnig var haldið nýnemaball á föstudagskvöldið en þá höfðu nýnemarnir ekki þurft að þola alls kyns hremmingar fyrr um daginn eins og hingað til hefur tíðkast.

Nýnemar ME þurftu því ekki að kvíða niðurlægingu og öðrum leiðindum þetta árið og er vonandi að hin hefðbundna busavígsla sé liðin undir lok.

Print

Skólabyrjun

þann .

Haustönn hefst mánudaginn 25. ágúst kl. 10:00 með fundi á hátiðarsal skólans. Þar afhenda umsjónarkennarar stundaskrár og bókalista.
Kennsla hefst kl. 12:30 samkvæmt sérstakri stundaskrá fyrir þann dag.

 • 2014 Nýnema mótaka
  2014 Nýnema mótaka
 • 2014 Útskrift 24.maí
  2014 Útskrift 24.maí
 • 2014 Vettvangsferð í Snæfell
  2014 Vettvangsferð í Snæfell
 • Árshátíð NME 1 desember 2008
  Árshátíð NME 1 desember 2008
 • Barkinn 2008
  Barkinn 2008
 • Brautskráning vor 2013
  Brautskráning vor 2013
 • Brautskráning vorið 2008
  Brautskráning vorið 2008
 • Busavígla haust 2013
  Busavígla haust 2013
 • Busavígsla 2010
  Busavígsla 2010
 • Busun 2007
  Busun 2007
 • Busun 2008
  Busun 2008
 • Busun haust 2011
  Busun haust 2011
 • Busun haust 2012
  Busun haust 2012
 • Comeniusar heimsókn
  Comeniusar heimsókn
 • Dimmisjón 2013
  Dimmisjón 2013
 • Eskifjarðarferð - saga 383 og 200
  Eskifjarðarferð - saga 383 og 200
 • Forsetahjónin í heimsókn 14.02.14
  Forsetahjónin í heimsókn 14.02.14
 • Gamlar myndir 1
  Gamlar myndir 1
 • Gamlar myndir 2
  Gamlar myndir 2
 • Háskólakynning 2008
  Háskólakynning 2008
 • Heimsókn 1. og 6. bekkjar Egilsstaðaskóla
  Heimsókn 1. og 6. bekkjar Egilsstaðaskóla
 • Heimsókn af hársnyrtibraut
  Heimsókn af hársnyrtibraut
 • Jólamyndasamkeppni
  Jólamyndasamkeppni
 • Jólaútskrift
  Jólaútskrift
 • Jólaútskrift 2007
  Jólaútskrift 2007
 • Jólaútskrift 2010
  Jólaútskrift 2010
 • Jólaútskrift 2011
  Jólaútskrift 2011
 • ME festival vor 2009 - Hippasýning
  ME festival vor 2009 - Hippasýning
 • ME festival vor 2009 - Kvöldvaka
  ME festival vor 2009 - Kvöldvaka
 • ME festival vor 2009 - Opinn dagur 24. feb
  ME festival vor 2009 - Opinn dagur 24. feb
 • ME festival vor 2009 - Opinn dagur 25. feb
  ME festival vor 2009 - Opinn dagur 25. feb
 • ME festival vor 2009 - Opinn dagur 26. feb
  ME festival vor 2009 - Opinn dagur 26. feb