Fjarnám

Fjarnám

Hægt er að stunda fjarnám í flestum áföngum sem kenndir eru í Menntaskólanum á Egilsstöðum. Notað er fjarkennslukerfið Moodle sem vistað er á www.kennsluvefur.is. Hverri önn er skipt í tvær u.þ.b. 8 vikna lotur sem við köllum spannir (fyrri og seinni), sjá „Skólanámskrá“ undir SKÓLINN hér fyrir ofan til hægri. Fjarnámið fylgir skipulagi dagskólans í meginatriðum.

Áfangar eru yfirleitt kenndir á einni spönn, sem þýðir að fjarnemar sem taka einn til tvo áfanga á spönn geta lokið allt að fjórum áföngum samtals á önn. Ekki er mælt með að teknir séu fleiri áfangar í einu með öðru námi eða vinnu, þar sem nám í spannarkerfi er á tvöföldum hraða miðað við hefðbundið annarkerfi. Þrír áfangar á spönn teljast vera fullt nám og eru algjört hámark í fjarnámi.

ATH. Tekið er við umsóknum fyrir heila önn í einu og áföngum síðan raðað á spannir. Einnig getur verið möguleiki að koma beint inn á seinni spönn ef pláss leyfir. Ekki hefur reynst unnt að samþykkja allar fjarnámsumsóknir undanfarin misseri vegna fjölda umsókna, því borgar sig að sækja snemma um.

Skráning á báðar spannir vorannar 2019 er hafin í gegnum umsokn.inna.is. Umsóknarfrestur er til og með 27. des.

Fyrri spönn haustannar 2018 hófst 22. ágúst og lauk 18. okt. Seinni spönn hófst þann 22. okt. og lýkur með námsmatsdögum 11.-17. des.

Próftafla hefur verið birt. Þeir fjarnemar sem vilja sækja um leyfi til að taka próf annars staðar en í ME þurfa að hafa samband við Báru Mjöll kennslustjóra fjarnáms á bmj@me.is í síðasta lagi þri. 4. des.

ATH. Eftir miðja spönn er hvorki hægt að segja sig úr áföngum né fá endurgreitt.


Menntaskólinn á Egilsstöðum býður í samstarfi við 11 aðra framhaldsskóla á landsbyggðinni upp á fjarnám á starfsnámsbrautum undir nafni Fjarmenntaskólans. Nánari upplýsingar eru hér og á fjarmenntaskolinn.is.

Haustið 2018 stóð til að taka inn nýjan hóp á félagsliðabraut í umsjón ME en því miður fékkst ekki nægur nemendafjöldi svo ekki varð af því að þessu sinni.


ATHUGIÐ!  Mikilvægt er að fjarnemar hafi netfang og sæmilega góða nettengingu. Grunnforrit eins og ritvinnsluforrit og forrit til að skoða PowerPoint glærur, þurfa að vera til staðar, þekking nemenda á notkun þeirra og færni til að tileinka sér notkun kennsluvefs. Síðast en ekki síst þurfa fjarnemar að hafa tíma til að stunda námið!

Þeir nemendur sem eru með hotmail eða gmail netföng eru beðnir að athuga að líklegt er að fjölpóstur til þeirra lendi í möppu fyrir ruslpóst þar sem honum getur verið eytt eftir einhverja daga. Þetta getur átt við um póst frá ME en er hægt að forðast með því að setja viðkomandi netfang á lista yfir örugg netföng (Safe List).

Nánari upplýsingar í síma 471-2500 eða hjá kennslustjóra fjarnáms á fjarnam@me.is.

Hafðu samband

v/Tjarnarbraut
700 Egilsstaðir
Netfang: skrifstofa@me.is
Sími: 471-2500
Kt. 610676-0579