Starfsnámsbrautir

Starfsnámsbrautir í samstarfi við aðra skóla

Fjarmenntaskólinn.is

Í Menntaskólanum á Egilsstöðum er hægt að stunda fjarnám með ýmsum hætti. Almennt er reynt að koma til móts við þarfir þeirra nemenda sem leita til skólans. Starfsnámsbrautir eru skipulagðar í samstarfi við 11 aðra framhaldsskóla á landsbyggðinni; Menntaskóla Borgarfjarðar, Fjölbrautaskóla Snæfellinga, Menntaskólann á Ísafirði, Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, Menntaskólann á Tröllaskaga, Framhaldsskólann á Laugum, Framhaldsskólann á Húsavík, Verkmenntaskóla Austurlands, Framhaldsskólann í Austur-Skaftafellssýslu, Menntaskólann að Laugarvatni og Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum.

Í þessu samstarfi um starfsnám eru einkum notaðar tvær aðferðir við kennslu. Annars vegar lotukennsla og hins vegar fjarkennsla. Sumir áfangar eru eingöngu fjarkenndir, aðrir kenndir í lotum eða þá með blöndu af þessum tveimur aðferðum, svokölluðu dreifnámi. Fjarkennslan getur verið á netinu eingöngu og þá í gegnum tölvur á kennsluvef og í netfundakerfi en einnig er viðbúið að í einhverjum áföngum verði myndfundabúnaður nýttur og er þá miðað við að nemendur mæti á fyrirfram ákveðna staði á tilteknum tíma. Loturnar eru skipulagðar fyrirfram fyrir hverja önn og það skipulag tilkynnt í upphafi annar. Tilgreint er hvar lotan verður haldin og hve lengi hún stendur. Nánari upplýsingar eru á vef Fjarmenntaskólans www.fjarmenntaskolinn.is eða hjá kennslustjóra fjarnáms, netfang: fjarnam@me.is.

Hafðu samband

v/Tjarnarbraut
700 Egilsstaðir
Netfang: skrifstofa@me.is
Sími: 471-2500
Kt. 610676-0579