Námsbrautir

Námsbrautir

Menntaskólinn á Egilsstöðum endurnýjaði skólanámskrá sína haustið 2014. Samhvæmt henni er nú boðið upp á fjórar námsbrautir til stúdentsprófs.

Þær eru félagsgreinabraut, náttúrufræðibraut, málabraut og listnámsbraut.
Til að skoða skipulag námsbrautanna, smelltu þá á hnappana fyrir neðan viðkomandi námsbraut hér á síðunni
Til að hefja nám á stúdentsbrautum þarf umsækjandi að hafa staðist grunnskólapróf í kjarnagreinum (íslensku, ensku, dönsku og stærðfræði) eða hafa lokið fornámi í þessum áföngum. Til að útskrifast með stúdentspróf að loknum þremur árum þarf nemandi að ljúka 33-35 einingum á hverri önn, eða 15- 18 einingum á spönn. Hann þarf einnig að huga vel að þrepaskiptingu í öllum greinum og átta sig á því að sumir áfangar eru ekki í boði á hverri önn.
Sameiginlegur kjarni á öllum brautum er 101 einingar en samtals þurfa nemendur að ljúka 206 einingum til að útskrifast.

Námsbrautarskjal fyrir stúdentsbrautir í ME.

Smelltu á (námsbrautarskjalið) hér til að opna Excel-skjal með nýjum stúdentsbrautum ME frá 2014.
Þú vistar skjalið síðan á þinni tölvu og velur rétta braut.
Síðan fyllir þú inn staðnar einingar í einingadálka eftir því sem þú kemst lengra áfram í náminu.
Þetta skjal nýtist þér til að halda utan um námsgengi þitt. 
Hafðu það á vísum stað og uppfærðu það allavega einu sinni á önn.
Gott er að senda þitt skjal í til námsráðgjafa eða áfangastjóra þegar nær dregur námslokum til að tryggja að allt stemmi.

Hafðu samband

v/Tjarnarbraut
700 Egilsstaðir
Netfang: skrifstofa@me.is
Sími: 471-2500
Kt. 610676-0579