Nemendafélag

Nemendafélag Menntaskólans á Egilsstöðum eru hagsmunasamtök nemenda.  Nemendafélagið beitir sér fyrir því að bæta líf nemenda, innan jafnt sem utan veggja skólans.  Á ári hverju stendur Nemendafélagið fyrir fjölmörgum viðburðum sem taka mið af því að gera félagslífið sem fjölbreyttast og skemmtilegast, allt frá litlum spilakvöldum og upp í tryllta dansleiki.  Meðlimir NME njóta ýmissa sérkjara af vörum og þjónustu.  Þeir teljast meðlimir sem greitt hafa NME gjaldið við  greiðslu innritunargjalds skólans.

Heimasíða Nemendafélagsins

Hafðu samband

v/Tjarnarbraut
700 Egilsstaðir
Netfang: skrifstofa@me.is
Sími: 471-2500
Kt. 610676-0579