Skólinn

Lógósamkeppni

Nemendur Lóu Bjarkar í sjónlistum á Listnámsbraut ME hafa nú verið að vinna í  lógósamkeppni varðandi verkefnið  „The lakes in our lives“.  Í  vikunni var kölluð til dómnefnd til að meta verk þeirra og velja það lógó sem talið var best. Dómnefndina skipuðu Fjölnir Björn Hlynsson myndlistarmaður, Ingunn Þráinsdóttir, grafískur hönnuður og Karen Erla Erlingsdóttir, menningarfrömuður. Vinningshafinn er Karólína Rún Helgadóttir en hún fær að fara til Tékklands ásamt tveimur öðrum nemendum skólans.  Þar mun hún taka þátt í lógsamkeppni ásamt nemendum 6 annarra skóla.

Tveir aðrir nemendur skólans,  Sigurður Jakobsson og Radoslaw Kamil Miszewski munu einnig fara með í ferðina, ásamt tveimur kennurum frá ME.

Hér má sjá mynd af Karólínu og lógói hennar.  Sjónlistanemar stóðu sig öll frábærlega í þessu verkefni og eiga þakkir skyldar fyrir þátttökuna en dómnefnd komst að einróma niðurstöðu með lógóið sem bar sigur úr býtum. Fleiri myndir hér.

Hafðu samband

v/Tjarnarbraut
700 Egilsstaðir
Netfang: skrifstofa@me.is
Sími: 471-2500
Kt. 610676-0579