Fréttir og greinar

Barkinn, söngkeppni Menntaskólans á Egilsstöðum fór fram nú í kvöld. 8 atriði voru skráð til leiks en eitt féll niður vegna veikinda. Atriðin voru öll afar glæsileg og var því verkefni dómnefndar, sem skipaði þau Vigdísi Diljá, Öystein Magnús og Ívar Andra, afar erfitt. Þeir sem voru mættir til að fylgjast með í salnum fengu að hafa áhrif á kosningarnar þar sem eitt atvæði fylgdi hverjum miða á barkann. Atkvæði úr sal giltu 50% á móti atkvæðum dómnefndar. 

í þremur efstu sætunum voru eftirfarandi atriði:

Í þriðja sæti voru þær Karen Ósk Björnsdóttir, Ragnhildur Elín Skúladóttir og Soffía Mjöll Sæmundsdóttir Thamdrup með lagið "Nights on Broadway" eftir Bee Gees.

Í öðru sæti var Soffía Mjöll Sæmundsdóttir Thamdrup með frumsamið lag eftir sjálfa sig, "Lof mér að ganga ein."

Sigurvegari Barkans er Karen Ósk Björnsdóttir með laginu "Still got the blues" eftir Gary Moore. Karen verður jafnframt fulltrúi ME í Söngkeppni framhaldsskólanna.

Óskum öllum þátttakendum hjartanlega til hamingju með frammistöðuna. Virkilega gaman að sjá hæfileikaríka nemendur blómstra.

karen     ríeikið

Tónlistarfélag Menntaskólans stendur að Barkanum miðvikudaginn 3. apríl í Valaskjálf. 8 keppendur eru skráðir til leiks og mun sigurvegarinn keppa fyrir hönd skólans í Söngkeppni framhaldsskólanna. 3 manna dómnefnd hefur það erfiða verkefni að velja sigurvegara kvöldsins. Í dómnefndinni sitja Vigdís Diljá Óskarsdóttir, Ívar Andri Clausen og Oystein Magnús Gjerde. 

Þeir keppendur sem eru skráðir til leiks eru þau Karen Björnsdóttir, Soffía Thamdrup, Ragnhildur Elín Skúladóttir, Þorbjörg Alma Cecilsdóttir, Kristofer Gauti Þórhallsson, Árndís Birgitta Georgsdóttir, Heiða Rós Björnsdóttir og Alex Ósk Kristjánsdóttir.

Hljóðfæraleikarar eru Bergsveinn Ás Hafliðason, Dvalinn Lárusson Snædal, Hólmar Logi Ragnarsson, Marta Lovísa Kjartansdóttir, Erlingur Gísli Björnsson, Alex Ósk Kristjánsdóttir og Elísabet Arna Gunnlaugsdóttir.

Mikil vinna hefur farið í undirbúning keppninnar hjá þeim nemendum sem að henni standa og verður spennandi að sjá afraksturinn miðvikudaginn 3. apríl kl. 19. Hvetjum alla til að mæta og sjá þessa hæfileikaríku ungmenni stíga á stokk. Viðburður fyrir keppnina er á facebook síðu nemendafélagins eða hér

 barkinn stór

Í anda gilda ME gleði, virðingu og jafnrétti, verður gleðivika í boði heilsueflingar- og skólabragsnefndar þessa vikuna. Dagskráin er fjölbreytt og inniheldur meðal annars hláturjóga og gleðiöndun, sing-along  og vígslu á tónlistarherberginu, Héðinn Unnsteinsson verður með fyrirlestur um lífsorðin 14, kleinuhringir í boði og kanínuklapp svo eitthvað sé nefnt. Nánar um dagskránna má sjá á myndinni hér að neðan. 

Hvetjum alla til að mæta á sem flesta viðburði og bæta smá gleði í líf sitt og annarra!

gleðivika dagskrá

Leikfélag Menntaskólans á Egilsstöðum er búið að standa í ströngu undanfarnar vikur og mánuði í undirbúningi fyrir uppfærslu á söngleiknum Thriller. Verkið er frumsamið verk eftir nemendur ME og leikstjórann, ísgerði Gunnarsdóttur.  Tónlistin í verkinu er frá Michael Jackson en að öðru leiti fjallar verkið um krakka á menntaskólaaldri. Umfjöllun um verkið og tengslin við Michael Jackson má finna í frétt á DV.

auglýsing thriller         

Í lýsingunni um leikritið á midi.is, þar sem hægt er að kaupa miða segir:

"Verkið Thriller fjallar um krakka í menntaskóla sem eru að reyna að eiga þessi “bestu ár lífs síns” sem þeim er ítrekað sagt að þetta séu. Gallinn er að þar sem skólatíminn hefur verið styttur í þrjú ár (án þess að það hafi verið rætt sérstaklega við þau) en námsefnið hefur ekki minnkað, þá eiga þau í vandræðum með að njóta tímans. Álagið við að ná öllu á þremur árum sem nemendur sem komu á undan þeim gerðu á fjórum er að buga þau. Í bland við það eru þau svo að sjálfsögðu að eiga við ýmis mannleg verkefni eins og að móta sig sem sjálfstæða einstaklinga, leysa úr flækjum ástarlífsins, finna út úr áskorunum félagslegrar mótunar, persónuþroska og kynhneigð sína… og allt þetta á tímum snjallsíma og samfélagsmiðla. Já, það er svo einfalt þetta líf."

4 á mynd          5 saman

Hvetjum alla og ömmu þeirra að kíkja á sýningu. Upplýsingar um sýningar og miðakaup má sjá á bleiku auglýsingunni.

2 stúkur 2                    2 stúlkur          

Hafðu samband

v/Tjarnarbraut
700 Egilsstaðir
Netfang: skrifstofa@me.is
Sími: 471-2500
Kt. 610676-0579