Fréttir og greinar

Nokkrir starfsmenn ME skelltu sér út að renna á sleða í hádeginu á föstudaginn með það eina markmið að hafa gaman! Myndir hafa verið birtar á Innstagram Menntaskólans, meðal annars video af herlegheitunum. Hvetjum alla til að fylgja ME á Instagram jafnt og öðrum samfélagsmiðlum. Alltaf gaman að sjá alla brosa og skemmta sér! Myndirnar tala sínu máli.

 

starfsmenn renna sér   starfsmenn á sleða 2   starfsmenn á sleða

Gettu Betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, hefst í útvarpi næstkomandi mánudag. 28 skólar hefja þátttöku og hefur verið dregið í riðla. 

ME keppnir mánudaginn 7. janúar kl. 20:00 við FSu. Spurningakeppninni verður útvarpað á rás 2. Það lið sem vinnur viðureignina kemst áfram í 2. umferð keppninnar. 

Í liði ME að þessu sinni eru þau Jófríður Úlfarsdóttir, Björgvin Elísson og Jón Bragi Magnússon. Við óskum Gettu Betur liði ME góðs gengis, við fylgjumst spennt með.

Stuttar kennslustundir fyrsta kennsludag, 4. janúar, verða sem hér segir:

11:00     Áfangar í 1. blokk

11:30     Áfangar í 2. blokk

13:00     Áfangar í 3. blokk

13:30     Áfangar í 4. blokk

14:00     Áfangar í 5. blokk

Fimmtudaginn 20. desember voru 19 jólastúdentar brautskráðir frá Menntaskólanum á Egilsstöðum, 13 útskrifuðust af félagsgreinabraut 4 af náttúrufræðibraut, 1 af málabraut og og 1 af Félagreina- og náttúrufræðibraut. Athöfnin var í Egilsstaðakirkju og var í senn hátíðleg og skemmtileg. Eftir athöfnina var veisla í boði skólans og þar voru fjölbreytt lokaverkefni nemenda til sýnis.

Starfsfólk Menntaskólans óskar stúdentum og fölskyldum þeirra til hamingju með áfangann.

Hér má sjá myndir frá athöfninni og veislunni.

Hafðu samband

v/Tjarnarbraut
700 Egilsstaðir
Netfang: skrifstofa@me.is
Sími: 471-2500
Kt. 610676-0579