Fréttir og greinar

Jólakortasamkeppni Hollvinasamtaka HSA í samstarfi við Listabraut ME var haldin í þriðja sinn nú í ár. Aldrei hafa fleiri tillögur verið sendar inn en 40 tillögur skiluðu sér til dómnefndar. Það voru þær Alicja Wlodzimirow og Ísabella Mekkin Lilly Þórólfsdóttir sem deildu fyrstu verðlaununum að þessu sinni. Við óskum  þeim til hamingju með sigurinn. Ísabella er nemi á félagsgreinabraut skólans og er Alicja skiptinmei frá Póllandi og stundar nám á náttúrufræðibraut skólans. 

Kortin eru seld til styrktar Hollvinasamtaka HSA sem nýtir fjármunina til að styrkja heilbrigðisþjónustu á Héraði. Jólakortin eru meðal annars seld á skrifstofu ME

Austurfrétt.is fjallar um myndir þeirra og listakonurnar í frétt sinni sem má nálgast hér.

jolakort2018

Hátíðardagskrá verkefnisins "Austfirskt fullveldi - sjálfbært fullveldi?" verður haldið í Menntaskólanum á Egilsstöðum þann 1. desember næstkomandi frá klukkan 13 til 15. Skemmtileg dagskrá hefur verið sett saman og má þar nefna sýningar frá söfnunum í fjórðungnum, listasmiðju nemenda ME, grímur framtíðarsýn - sýning grunnskólanema af Héraði og veggspjöld frá nemendum. Þá verður umhverfisnefnd ME með sýningu, boðið verður upp á kleinu og pönnukökubakstur, jólaföndur, meistaraverkefni í sjálfbærri þróun verður til sýnis og áfram mætti telja.

Fram koma ýmsir listamenn; Kammerkór Egilsstaðakirkju flytur lög, Soffía Mjöll og Karen Ósk syngja, Jónas Reynir mun fjalla um fullveldishugtakið, Ása Þorsteinsdóttir verður með upplestur og hljómsveitin Dúkkulísurnar stíga á stokk.

Verkefnið er samstarfsverkefni 8 mennta og menningarstofnana þar sem margar hendur koma að undirbúningi og framvkæmd. Við hvetjum alla til heimsækja skólann okkar laugardaginn 1. desember og gera sér glaðan dag. Allar nánari upplýsingar má finna hér og á viðburðinum fyrir verkefnið. 

Sjáumst.

austfirskt fullveldi

Alltaf er verið að vinna í að betrumbæta skólastarfið og einnig skólahúsnæðið. Endurnýja það sem er orðið lúið af húsbúnaði og flíkka uppá. Liður í þessu var endurnýjun á nánast öllum rúmum á heimavistinni síðasta vor. Nú í haust komu svo ný húsgögn í anddyri kennsluhússins. Bláu pullurnar sem fylgt hafa skólanum lengi eru þó ekki horfnar, þær nýtast á neðri hæð kennsluhússins. Nýju húsgögnin bjóða upp á möguleika til samvinnu og samveru frammi ef skólastofurnar henta ekki. Sjón er sögu ríkari.

stolarsamvinna          heimavist 2

Árlega er boðið upp á áfanga í sviðslistum í tengslum við uppsetningu leikfélagsins ME á leikriti. Í ár er það Emilía Antonsdóttir Crivello sem kennir og leikststýrir. Áfanginn veitir grunnþekkingu í tækni og vinnu í sviðslistum. Nemendur kynnast ýmsum upphitunaræfingum og -leikjum og aðferðum spunavinnu auk þess að læra grunntækni í raddbeitingu, framsögn og hreyfingum á sviði. Einnig verður horft á upptökur af nokkrum sviðslistaverkum og verkefni unnin upp úr þeim.

Emelía starfar sem sviðshöfundur, leikstjóri, dramatúrg, danshöfundur og leiklistar- og danskennari. Hún hefur s.l. 11 ár kennt fjölmörgum nemendum bæði sjálfstætt og við ýmsa skóla, þar má nefna leiklist á leiklistarbrautum Fjölbrautarskólans í Garðabæ og Borgarholtsskóla, danssmíði í Klassíska Listdansskólanum og haldið regluleg dansnámskeið á Egilsstöðum undir nafninu Dansstúdíó Emelíu.

Emelía útskrifaðist af Sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands með BA gráðu í sviðslistum vorið 2015. Hún stundar nú Mastersnám í sviðslistakennslu við sama skóla.

Þegar eru 13 nemendur skráðir í áfangann en pláss fyrir fleiri. Ef einhverjir vilja bætast við er ráð að senda póst á áfangastjóra arnarsig(hjá)me.is eða skrá sig á listann í andyri kennsluhúss. 

Í fyrra var sett upp leikritið "Wake me up". Það verður mjög spennandi að sjá hvaða verk verður sett upp að þessu sinni.

Emilia      wakemeuphopur     

sviðslistir augl

Hafðu samband

v/Tjarnarbraut
700 Egilsstaðir
Netfang: skrifstofa@me.is
Sími: 471-2500
Kt. 610676-0579