Fréttir og greinar

Útskrift frá Menntaskólanum á Egilsstöðum fór fram í dag í Egilsstaðakirkju. 35 voru útskrifaðir af 5 brautum. 3 útskrifuðust af starfsbraut, 4 útskrifuðust af listnámsbraut, 1 af málabraut, 10 af núttúrufræðibraut og 17 af félagsgreinabraut. Glæsilegur hópur ungmenna sem á framtíðina fyrir sér.

Nokkrir nemendur sem skarað höfðu fram úr í námi og störfum fengu viðurkenningar fyrir góðan árangur. Dúx skólans er Sóley Arna Friðriksdóttir með meðaleinkunnina 9,61. 

Starfsfólk skólans óskar útskriftarnemendum og fjölskyldum þeirra til hamingju með áfangann og þakkar fyrir samfylgdina.

Fleiri myndir frá athöfninni.

 

Hafðu samband

v/Tjarnarbraut
700 Egilsstaðir
Netfang: skrifstofa@me.is
Sími: 471-2500
Kt. 610676-0579