Efnilegur ME-ingur

Print

Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, nemandi við ME er að gera góða hluti á sviði knattspyrnunnar. Áslaug er nú stödd í Azerbatjan þar sem hún spilar með U-17 ára landsliði Íslands í riðlakeppni fyrir EM.AslaugMunda

Áslaug Munda spilaði í sumar með Völsungi þar sem hún var búsett á Húsavík síðustu ár, en er nú flutt aftur til Egilsstaða. Auk þess að vera valin í U-17 landsliðshópinn var Áslaug Munda valin efnilegasti leikmaður stúlknahópsins hjá Völsungi, var valin í lið ársins í 2. deild meistaraflokks kvenna og einnig valin efnilegasti leikmaður 2. deildar kvenna. 

Áslaug Munda er vel að þessum viðurkenningum komin og óskum við henni til hamingju um leið og við segjum ÁFRAM ÍSLAND!

AslaugMundaKSIMynd af vef KSÍ