Fréttir og greinar

Bókmenntaverðlaun og nýjar bækur

Jónas Reynir Gunnarsson fyrrum nemandi við Menntaskólann á Egilsstöðum fékk í gær afhent bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir bókina "Stór Olíuskip". Verðlaunabókin kom einmitt út samdægurs. Jónas er að gefa út eða ný búinn að gefa út þrjár bækur, 2 ljóðabækur og eina skáldsögu á rúmum mánuði. Þetta verður að teljast mjög afkastamikið. jonasreynir

Á menntaskólaárunum skrifaði Jónas Reynir sitt fyrsta leikrit, leikritið "Super Mario" sem var sett upp af leikfélagi ME undir leikstjórn Guðjóns Sigvaldasonar.

Við óskum Jónasi Reyni innilega til hamingju með sínar bækur og ekki síst bókmenntaverðlaunin.

Umfjöllun um skrif Jónasar og verðlaun má sjá á mbl og ruv

jonasreynir2baekur 

Hafðu samband

v/Tjarnarbraut
700 Egilsstaðir
Netfang: skrifstofa@me.is
Sími: 471-2500
Kt. 610676-0579