Fréttir og greinar

Umhverfisdagar ME 17. og 18. apríl

Vakin verður sérstök athygli á umhverfinu og umhverfisvænum háttum dagana 17. og 18. apríl í ME. Umhverfisnefnd ME stendur fyrir dagskrá báða dagana. Vakin verður athygli á því hvað er verið að vinna að í umhverfismálum í stofnuninni en þar kennir ýmissa grasa. Síðastliðin ár hefur innleiðing á flokkun sorps í allri starfsemi stofnunarinnar, þar með talið á herberjum heimavistar, gengið vel. Upplýsingar um græn skref sem skólinn er að taka þátt í verða hengdar upp, ýmiss fróðleikur um umhverfismál verður sýnilegur og fatasöfnun fyrir Rauða Krossinn mun fara fram. 

Þriðjudaginn 17. apríl verður grænn dagur í ME og þá eru nemendur og starfsmenn hvattir til að mæta í grænu eða umhverfisvænu. Verðlaun verða veitt fyrir þann sem mætir umhverfisvænastur. Ungir umhverfissinnar verða með fyrirlestur á sal kl. 11:15 fyrir nemendur. 

Á miðvikudag verður flokkunarkeppni frammi hjá pullunum og eru verðlaun fyrir sigurvegarann.

Hvetjum bæði nemendur og starfsmenn til að taka virkan þátt!

Hafðu samband

v/Tjarnarbraut
700 Egilsstaðir
Netfang: skrifstofa@me.is
Sími: 471-2500
Kt. 610676-0579