Fréttir og greinar

Viðurkenningar úr edrúpotti

í hádeginu í dag afhenti Foreldra og Hollvinafélag ME ásamt ME þeim nemendum sem hafa verið edrú á böllum NME í vetur og blásið í áfengismæli því til sönnunar. Þrír stjórnarmeðlimir úr Foreldra og Hollvinafélagi ME mættu, þau Björn, Erna og Bergrún, og afhentu viðurkenningarnar ásamt skólameistara. Alls fengu 19 nemendum sem höfðu blásið á fimm eða fleiri böllum NME í vetur afhentar viðurkenningar í formi gjafakorta. 

Edrúfélag NME hefur verið afar virkt síðustu ár en meðal þess sem þau hafa staðið fyrir síðustu tvö ár er ferð erlendis á svokölluðum "fardögum". Þá fóru þeir nemendur sem eru í félaginu og hafa ákveðið að lifa áfengis og vímuefnalausum lífstíl í siglingu í viku í febrúar. Ferðin heppnaðist vel og var mikil gleði með hana. Árið 2017 fór félagið til Rómar í menningarferð. 

Myndir úr afhendingunni má finna hér, en Ólöf Björk Bragadóttir tók flestar myndirnar, Magnús Þórhalls einnig með nokkrar.

edrupottur 4   DSC 0643 

Hafðu samband

v/Tjarnarbraut
700 Egilsstaðir
Netfang: skrifstofa@me.is
Sími: 471-2500
Kt. 610676-0579