Fréttir og greinar

Lokaverkefni útskriftarnema til sýnis

Lokaverkefni útskriftarefna hafa verið til sýnis undanfarna daga og verða áfram fram að útskrift. Mörg flott verkefni litu dagsins ljós, allt frá uppskriftabók til skíða. Nokkrar ritgerðir voru skrifaðar og vefsíður gerðar. 

Sem dæmi má nefna að Rannveig Erlendsdóttir útbjó heimasíðu sem sýnir flestar námsleiðir sem eru í boði í háskólum á íslandi eftir námslok í ME. Afar gagnlegt fyrir nemendur sem eru að ljúka námi á framhaldsskólastigi eða hafa lokið því og vita ekki ennþá hvað þá langar að verða. Linkur á síðuna er hér.

Salka Sif útbjó skart og heimasíðu um skartið sem hún sækir innblástur í austfirska náttúru. Heimasíðan er hér og dæmi um skartið hennar má sjá hér með fréttinni. 

 image1      image4

Á Svay síðunni sem Magnús Kerfisstjóri útbjó má sjá einnig vefsíður sem Kristófer Sigurðsson gerði og Sunneva Una Pálsdóttir. Hvetjum alla til að kíkja á sýninguna og þau flottu verkefni sem eru aðgengileg á vefnum.

Hér eru nokkrar myndir frá sýningu lokaverkefna.

DSC 0655    DSC 0656    DSC 0667    DSC 0670    DSC 0672

 

 

Hafðu samband

v/Tjarnarbraut
700 Egilsstaðir
Netfang: skrifstofa@me.is
Sími: 471-2500
Kt. 610676-0579