Fréttir og greinar

Vel heppnuð ferð til Færeyja

Daganna 16-22 maí fóru sex  nemendur starfsbrautar ME ásamt tveimur starfsmönnum í vísindaferð til Færeyja.  Þrír af þessum nemendum þau Daníel, Signý og Óli eru að klára sitt nám í ME nú í vor en þrír halda áfram í haust.  Ferðin tókst í alla staði frábærlega. Nemendurnir söfnuðu fyrir ferðinni með því að hafa opið kaffihús á Fardögum ME, seldu fisk og héldu Hæfileikakeppni Starfsbrauta nú í vor.

Í Færeyjum var margt skemmtilegt gert, farið í bíó, keilu, sund, keyrt til Klakksvíkur, Runavíkur og Götu þar sem menn böðuðu sig á ströndinni.  Hópurinn leigði bíl í tvo daga, annan daginn var keyrt um og skoðaðar eyjarnar, en seinni daginn rigndi hundum og köttum þannig að tíminn var mest nýttur í SMS-mollinu og farið svo í bíó um kvöldið.  Frábær ferð og allir sammála um að endurtaka ferðina að ári og heimsækja Danmörku! ;) Tíminn leiðir í ljós hvað verður.

DSC04385  DSC04401  DSC04469

Hafðu samband

v/Tjarnarbraut
700 Egilsstaðir
Netfang: skrifstofa@me.is
Sími: 471-2500
Kt. 610676-0579