Nemendur læra kvikmyndagerð

Print

Nemendum ME ásamt nemendum VA stendur nú til boða að fara á mjög spennandi kvikmyndagerðar námskeið. Námskeiðið er hnitmiðað og farið yfir allan ferilinn við gerð kvikmyndar, frá handritsgerð að kvikmynd. Farið er í helstu grunnatriði við framleiðslu stuttmyndar, handritsgerð, tökuplön og skipulag, tökur, hljóðtökur, klipping og hljóðvinnsla, litaleiðrétting og skil. Vonandi sjáum við skemmtilegar afurðir síðar meir frá nemendum námskeiðsins.

Kennarar eru fagmenn frá Stúdio Sýrland sem hafa áralanga reynslu í faginu. DSC 0472

10 nemendur frá ME eru skráðir og aðrir 10 frá VA. Námskeiðið verður kennt í Sláturhúsinu