Hvernig líður börnunum okkar?

Print

Mánudaginn 8. október 2018 verður haldinn kynningar- og fræðslufundur fyrir foreldra á Fljótsdalshéraði, en kynntar verða niðurstöður úr rannsókninni Hagir og líðan ungs fólks, sem rannsóknarmiðstöðin Rannsóknir og greining standa fyrir ár hvert á landsvísu. Verður áhersla kynningarinnar á unglinga á Fljótsdalshéraði. Þá verður verkefnastjóri hjá Heimili og skóla einnig með erindi um mikilvægi foreldra í forvörnum og 18 ára ábyrgð.
Hvetjum við sérstaklega foreldra barna á aldrinum 12-18 ára til að mæta og láta sig málefnið varða, en allt áhugasamt er að sjálfsögðu velkomið. Unglingar eru hvattir til að mæta með foreldrum sínum.

Rannsóknir og greining og Heimili og skóli auglýsing
Fundurinn verður haldinn í hátíðarsal Egilsstaðaskóla kl.20:00.