Grunnáfangi í sviðslistum 5.-11. nóv

Print

Árlega er boðið upp á áfanga í sviðslistum í tengslum við uppsetningu leikfélagsins ME á leikriti. Í ár er það Emilía Antonsdóttir Crivello sem kennir og leikststýrir. Áfanginn veitir grunnþekkingu í tækni og vinnu í sviðslistum. Nemendur kynnast ýmsum upphitunaræfingum og -leikjum og aðferðum spunavinnu auk þess að læra grunntækni í raddbeitingu, framsögn og hreyfingum á sviði. Einnig verður horft á upptökur af nokkrum sviðslistaverkum og verkefni unnin upp úr þeim.

Emelía starfar sem sviðshöfundur, leikstjóri, dramatúrg, danshöfundur og leiklistar- og danskennari. Hún hefur s.l. 11 ár kennt fjölmörgum nemendum bæði sjálfstætt og við ýmsa skóla, þar má nefna leiklist á leiklistarbrautum Fjölbrautarskólans í Garðabæ og Borgarholtsskóla, danssmíði í Klassíska Listdansskólanum og haldið regluleg dansnámskeið á Egilsstöðum undir nafninu Dansstúdíó Emelíu.

Emelía útskrifaðist af Sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands með BA gráðu í sviðslistum vorið 2015. Hún stundar nú Mastersnám í sviðslistakennslu við sama skóla.

Þegar eru 13 nemendur skráðir í áfangann en pláss fyrir fleiri. Ef einhverjir vilja bætast við er ráð að senda póst á áfangastjóra arnarsig(hjá)me.is eða skrá sig á listann í andyri kennsluhúss. 

Í fyrra var sett upp leikritið "Wake me up". Það verður mjög spennandi að sjá hvaða verk verður sett upp að þessu sinni.

Emilia      wakemeuphopur     

sviðslistir augl