Ný húsgögn - auknir möguleikar

Print

Alltaf er verið að vinna í að betrumbæta skólastarfið og einnig skólahúsnæðið. Endurnýja það sem er orðið lúið af húsbúnaði og flíkka uppá. Liður í þessu var endurnýjun á nánast öllum rúmum á heimavistinni síðasta vor. Nú í haust komu svo ný húsgögn í anddyri kennsluhússins. Bláu pullurnar sem fylgt hafa skólanum lengi eru þó ekki horfnar, þær nýtast á neðri hæð kennsluhússins. Nýju húsgögnin bjóða upp á möguleika til samvinnu og samveru frammi ef skólastofurnar henta ekki. Sjón er sögu ríkari.

stolarsamvinna          heimavist 2