Fréttir og greinar

LME sýnir söngleikinn Thriller

Leikfélag Menntaskólans á Egilsstöðum er búið að standa í ströngu undanfarnar vikur og mánuði í undirbúningi fyrir uppfærslu á söngleiknum Thriller. Verkið er frumsamið verk eftir nemendur ME og leikstjórann, ísgerði Gunnarsdóttur.  Tónlistin í verkinu er frá Michael Jackson en að öðru leiti fjallar verkið um krakka á menntaskólaaldri. Umfjöllun um verkið og tengslin við Michael Jackson má finna í frétt á DV.

auglýsing thriller         

Í lýsingunni um leikritið á midi.is, þar sem hægt er að kaupa miða segir:

"Verkið Thriller fjallar um krakka í menntaskóla sem eru að reyna að eiga þessi “bestu ár lífs síns” sem þeim er ítrekað sagt að þetta séu. Gallinn er að þar sem skólatíminn hefur verið styttur í þrjú ár (án þess að það hafi verið rætt sérstaklega við þau) en námsefnið hefur ekki minnkað, þá eiga þau í vandræðum með að njóta tímans. Álagið við að ná öllu á þremur árum sem nemendur sem komu á undan þeim gerðu á fjórum er að buga þau. Í bland við það eru þau svo að sjálfsögðu að eiga við ýmis mannleg verkefni eins og að móta sig sem sjálfstæða einstaklinga, leysa úr flækjum ástarlífsins, finna út úr áskorunum félagslegrar mótunar, persónuþroska og kynhneigð sína… og allt þetta á tímum snjallsíma og samfélagsmiðla. Já, það er svo einfalt þetta líf."

4 á mynd          5 saman

Hvetjum alla og ömmu þeirra að kíkja á sýningu. Upplýsingar um sýningar og miðakaup má sjá á bleiku auglýsingunni.

2 stúkur 2                    2 stúlkur          

Hafðu samband

v/Tjarnarbraut
700 Egilsstaðir
Netfang: skrifstofa@me.is
Sími: 471-2500
Kt. 610676-0579