Barkinn - söngkeppni NME

Print

Tónlistarfélag Menntaskólans stendur að Barkanum miðvikudaginn 3. apríl í Valaskjálf. 8 keppendur eru skráðir til leiks og mun sigurvegarinn keppa fyrir hönd skólans í Söngkeppni framhaldsskólanna. 3 manna dómnefnd hefur það erfiða verkefni að velja sigurvegara kvöldsins. Í dómnefndinni sitja Vigdís Diljá Óskarsdóttir, Ívar Andri Clausen og Oystein Magnús Gjerde. 

Þeir keppendur sem eru skráðir til leiks eru þau Karen Björnsdóttir, Soffía Thamdrup, Ragnhildur Elín Skúladóttir, Þorbjörg Alma Cecilsdóttir, Kristofer Gauti Þórhallsson, Árndís Birgitta Georgsdóttir, Heiða Rós Björnsdóttir og Alex Ósk Kristjánsdóttir.

Hljóðfæraleikarar eru Bergsveinn Ás Hafliðason, Dvalinn Lárusson Snædal, Hólmar Logi Ragnarsson, Marta Lovísa Kjartansdóttir, Erlingur Gísli Björnsson, Alex Ósk Kristjánsdóttir og Elísabet Arna Gunnlaugsdóttir.

Mikil vinna hefur farið í undirbúning keppninnar hjá þeim nemendum sem að henni standa og verður spennandi að sjá afraksturinn miðvikudaginn 3. apríl kl. 19. Hvetjum alla til að mæta og sjá þessa hæfileikaríku ungmenni stíga á stokk. Viðburður fyrir keppnina er á facebook síðu nemendafélagins eða hér

 barkinn stór