Hæfileikarík ungmenni á Barkanum

Print

Barkinn, söngkeppni Menntaskólans á Egilsstöðum fór fram nú í kvöld. 8 atriði voru skráð til leiks en eitt féll niður vegna veikinda. Atriðin voru öll afar glæsileg og var því verkefni dómnefndar, sem skipaði þau Vigdísi Diljá, Öystein Magnús og Ívar Andra, afar erfitt. Þeir sem voru mættir til að fylgjast með í salnum fengu að hafa áhrif á kosningarnar þar sem eitt atvæði fylgdi hverjum miða á barkann. Atkvæði úr sal giltu 50% á móti atkvæðum dómnefndar. 

í þremur efstu sætunum voru eftirfarandi atriði:

Í þriðja sæti voru þær Karen Ósk Björnsdóttir, Ragnhildur Elín Skúladóttir og Soffía Mjöll Sæmundsdóttir Thamdrup með lagið "Nights on Broadway" eftir Bee Gees.

Í öðru sæti var Soffía Mjöll Sæmundsdóttir Thamdrup með frumsamið lag eftir sjálfa sig, "Lof mér að ganga ein."

Sigurvegari Barkans er Karen Ósk Björnsdóttir með laginu "Still got the blues" eftir Gary Moore. Karen verður jafnframt fulltrúi ME í Söngkeppni framhaldsskólanna.

Óskum öllum þátttakendum hjartanlega til hamingju með frammistöðuna. Virkilega gaman að sjá hæfileikaríka nemendur blómstra.

karen     ríeikið