Kynningadagur og loftslagsverkfall

Print

Margt er um manninn og mikið um að vera í skólanum okkar í dag. Í heimsókn hjá okkur eru 9. og 10. bekkingar af öllu austurlandi. Þessir tilvonandi nemendur fá kynningu á skólanum og félagslífinu og halda svo á Skólahreysti í íþróttahúsinu hér á Egilsstöðum. Nemendur skólans eru í aðalhlutverki við kynninguna á skólanum en þeir komu fram í upphafi dags með leik og söng og leiða svo nemendur áfram í ratleik um skólann. Mikið fjör og mikil gleði.

 IMG 3150          IMG 3163

Klukkan 12 á hádegi stóð nemendafélagið ásamt umhverfisnefnd skólans fyrir umhverfisverkfalli en það er gert til að vekja athygli á loftslagsmálum í heiminum og skyldu okkar allra til að passa upp á jörðina okkar. Unga fólkið okkar vill þrýsta á yfirvöld að sinna umhverfismálum af kappi og sýna það í verki. Jón Steinar Garðasson Mýrdal hélt ræðu fyrir nemendur af þessu tilefni. Nemendur grunnskólanna sem voru í heimsókn tóku þátt í umhverfisverkfallinu með nemendum og starfsmönnum ME.

IMG 3193

Myndir frá kynningadeginum má finna hér

Myndir frá loftslagsverkfallinu má finna hér