Fréttir og greinar

Erasmus heimsókn

Vikuna 6.-11. maí tók Menntaskólinn á Egilsstöðum á móti nemendum og kennurum í Erasmus+ verkefni sem skólinn leiðir. Markmið verkefnisins er að nemendur eiga að velja sér hugmynd að snjallforriti og smíða svo fyrirtæki í kringum þá hugmynd. 

Átta nemendur ME auk fjórtan nemenda frá Hollandi, Finnlandi, Spáni og Ítalíu unnu þannig að hugmynd sem að íslenskir nemendur fengu um að gera forrit sem gerir fólki kleift að skrá niður kolefnisfótspor sitt og bjóða notendum upp á að jafna það.
Auk erlendu nemendanna fjórtan komu átta kennarar með þeim, tveir frá hverju landi.

Ekki fóru allir dagarnir í eintóma vinnu því gestirnir fengu kynningu á svæðinu og bauð Björn bæjarstjóri þau velkomin ásamt því að farið var í Fljótsdal í Skriðuklaustur og á Óbyggðasetrið auk þess að allir gestirnir tóku sömuleiðis dagstúr á Seyðisfjörð ásamt íslensku fylgdarliði.
Þá buðu íslensku nemendurnir þeim erlendu með sér til Mývatns einn eftirmiðdaginn og kennararnir fengu sérstakan rúnt til Borgarfjarðar Eystri þar sem þeir upplifðu íslenskt veður.

Dagur Skírnir Óðinsson sem sér um alþjóðasamskipti skólans segir heimsóknina hafa tekist mjög vel, nemendurnir hafi skemmt sér vel og lært heilan helling og það sama gildi um kennarana.

Þegar að íslensku nemendurnir sem tóku þátt í verkefninu voru beðnir um að lýsa Erasmus vikunni sögðu þau meðal annars
,,Erasmus vinnan var mjög fjölbreytt og skemmtileg. Sterk vinabönd mynduðust á milli þessara 5 landa í kjölfar þessara vinnu.“
,,Það fengu allir krakkarnir að kynnast mjög vel og margir eru núna vinir eftir þessa ferð.“
,,Það var auðvelt og skemmtilegt að vinna með þessu fólki. Verkefnið var auðvelt þótt sér við þurftum að brainstorma slatta helling, margar góðar hugmyndir komu fram“

Næsta vinnutörn í verkefninu verður á Spáni í nóvember en þangað munu fara þrír nemendur frá ME.

erasmus obyggda 

Hafðu samband

v/Tjarnarbraut
700 Egilsstaðir
Netfang: skrifstofa@me.is
Sími: 471-2500
Kt. 610676-0579