Fréttir og greinar

Verðlaun úr edrúpotti

Í mörg ár hefur ME haldið úti edrupotti en að honum standa Foreldra-og Hollvinafélag ME og Menntaskólinn á Egilsstöðum. Arionbanki styrkti pottinn í ár auk ME og Foreldra- og Hollvinafélagsins. Til þess að geta fengið verðlaun úr edrúpotti ME þurfa nemndur að blása í áfengismæli á böllum NME og mælast án áfengis. Haldnir voru 5 dansleikir þetta skólaárið og voru 18 nemendur sem blésu á öllum böllunum og 9 í viðbót sem blésu á 4 böllum en þeir einstaklingar mættu ekki á 5. ballið.

Verðlaunaafhendingin fór fram í hádeginu í dag 15. maí og voru það þau Arnar Sigbjörnsson áfangastjóri, Árni Ólason skólameistari og Bergrún Arna fulltrúi foreldrafélagsins sem afhentu nemendum verðlaunin. Við óskum nemendunum innilega til lukku með verðlaunin og þá ákvörðun að skemmta sér án áfengis. Fleiri og fleiri nemendur taka þessa ákvörðun að neyta ekki áfengis sem er afar jákvæð þróun.

Myndir frá afhendingunni má finna hér

 

DSC 0191

Hafðu samband

v/Tjarnarbraut
700 Egilsstaðir
Netfang: skrifstofa@me.is
Sími: 471-2500
Kt. 610676-0579