Fréttir og greinar

Opið fyrir umsóknir í fjarnám

Búið er að opna fyrir umsóknarvefinn vegna fjarnáms við ME í haust. Umsóknarfrestur er til 20. ágúst en kennsla hefst þann 21. ágúst. Umsóknarvefurinn er undir flipanum "fjarnám" hér á heimasíðunni.

Hægt er að stunda fjarnám í flestum áföngum sem kenndir eru við Menntaskólann á Egilsstöðum. Notað er fjarkennslukerfið Moodle sem vistað er á www.kennsluvefur.is. Hverri önn er skipt í tvær u.þ.b. 8 vikna lotur sem við köllum spannir (fyrri og seinni), sjá „Skólanámskrá“ undir SKÓLINN hér fyrir ofan til hægri. Fjarnámið fylgir skipulagi dagskólans í meginatriðum.

Áfangar eru yfirleitt kenndir á einni spönn sem þýðir að fjarnemar sem taka einn til tvo áfanga á spönn geta lokið allt að fjórum áföngum samtals á önn. Ekki er mælt með að teknir séu fleiri áfangar í einu með öðru námi eða vinnu þar sem nám í spannakerfi er á tvöföldum hraða miðað við hefðbundið annarkerfi. Þrír áfangar á spönn teljast vera fullt nám og eru algjört hámark í fjarnámi.

Tekið er við umsóknum fyrir heila önn í einu, þ.e. báðar spannir annarinnar, en einnig getur verið möguleiki að koma beint inn á seinni spönn ef pláss leyfir. Ekki hefur reynst unnt að samþykkja allar fjarnámsumsóknir undanfarin misseri vegna fjölda umsókna, því borgar sig að sækja snemma um.

Fjarnámið í ME hefur fengið mjög góða dóma og leggja kennarar skólans metnað í að sinna nemendum af alúð. Myndin hér að neðan sýnir heildar mat úr könnun sem lögð var fyrir fjarnema 2013 og 2017. Þar sést að mikill meirihluti nemenda meta námið mjög gott og gott. Gjarnan eru helstu kostir fjarnámsins sem nefndir eru í könnunum spannirnar, góðir kennarar og gott skipulag.

fjarnam metid

Hafðu samband

v/Tjarnarbraut
700 Egilsstaðir
Netfang: skrifstofa@me.is
Sími: 471-2500
Kt. 610676-0579