Nemendaþjónusta ME

Nemendaþjónusta ME

Hlutverk starfsfólks Nemendaþjónustu ME er að standa vörð um velferð allra nemenda innan skólans og vinna með hagsmuni þeirra og styrkleika að leiðarljósi. Starfsfólk Nemendaþjónustu ME eru trúnaðar- og talsmenn nemenda og eru bundnir þagnarskyldu.
Nemendur ættu því að vera ófeimnir við að líta við hjá Nemendaþjónustu ME bæði til að ræða um stórt og smátt.
Nemendaþjónusta ME er staðsett fremst á starfsmannaganginum í kennsluhúsi skólans til móts við afgreiðsluna.

Í Nemendaþjónustu ME starfa:
Arnar Sigbjörnsson áfangastjóri, arnarsig@me.is. Viðvera alla daga 9-16.

Hildur Bergsdóttir, félagsráðgjafi, hildur@me.is. Viðvera alla daga kl.9-15, nema á miðvikud. frá kl 13-15. 

Nanna Halldóra Imsland, náms og starfsráðgjafi, nanna@me.is Viðvera alla virka daga frá 8:30-14:30

Katrín María Magnúsdóttir, náms- og starfsráðgjafi, katrin@me.is..

Nemendaþjónusta ME er opin öllum nemendum og foreldrum þeirra og hægt að panta tíma með því að senda tölvupóst á netföngin hér að ofan eða líta við.

Áfangastjóri:
• Innritanir: Tekur þátt í innritun nemenda ásamt skólameistara
• Mat á námi: Sér um að meta nám frá öðrum skólum
• Ráðgjöf: Um námsferilinn og uppbyggingu hans
• Aðstoð: Við val á brautum og áföngum
• Miðlun upplýsinga: Til kennara og annara starfsmanna
• Allra handa töflugerð, s.s. Gerð stundaskrár
• Skipuleggur námsframboð skólans
• Mætingar: Heldur utan um mætingar, fjarvistir og leyfi nemenda.
• Eftirfylgni: Með námsgengi
• Þátttaka í teymisvinnu Nemendaþjónustu ME:Tilvísun og samstarf við sérfræðinga innan sem utan skólans í samráði við nemendaþjónustuna.

Félagsráðgjafi:
Félagsráðgjafi sinnir margvíslegum störfum í þágu nemenda s.s.:
• Persónuleg ráðgjöf: Ráðgjöf við nemendur sem eiga í félagslegum-, námslegum og/eða tilfinningalegum vanda til dæmis vegna eineltis, samskiptavanda, hegðunarvanda, kvíða, feimni, brotinnar sjálfsmyndar, ofbeldis og fátæktar. Vinnur markvisst og á lausnamiðaðan hátt með styrkleika nemenda.
• Skólaráðgjöf: Ráðgjöf við nemendur sem eiga í námstengdum vanda, til dæmis vegna mætinga, eru í brottfallsáhættu, eða glíma við sértæka námserfiðleika. Tekur við og vinnur úr umsóknum um sérúrræði í prófum.
• Forvarnir: Félagsráðgjafar leggja, í samráði við skólastjórnendur, áherslur varðandi forvarnir hverju sinni og taka þátt í mótun forvarnaáætlana.
• Þverfagleg samvinna: Samvinna við aðila innan skóla og utan sem tengdir eru málefnum einstakra nemenda og/eða nemendahópa.
• Mótun og þróun úrræða: Félagsráðgjafar meta þörf fyrir úrræði, mótun og þróun þeirra úrræða sem beitt er hverju sinni og árangur.
• Ráðgjöf við skólastjórnendur og kennara: Ráðgjöf vegna einstakra nemenda og nemendahópa, um samsetningu nemendahópa innan skólans, skólabrag og handleiðslu einstakra starfsmanna.
• Foreldraráðgjöf: Ráðgjöf við foreldra sem þurfa uppeldisráðgjöf eða aðra ráðgjöf sem tengist hagsmunum og líðan nemenda.
• Þátttaka í ráðum og stýrihópum: Félagsráðgjafar í skólum taka þátt í eða leiða starf ýmissa ráða og stýrihópa sem tengjast skólastarfinu.

Náms- og starfsráðgjafi:
Náms- og starfsráðgjafi sinnir m.a. eftirfarandi verkefnum í þágu nemenda:
• Áhugasvið og færni: Aðstoð við nemendur að gera sér grein fyrir eigin áhugasviðum, styrkleikum, gildismati og færni.
• Ráðgjöf, leiðsögn og fræðsla: Í formi námskeiða, hóp- eða einstaklingsráðgjafar, um vinnubrögð í námi: námstækni, tímastjórnun og frestun, markmiðssetningu, áætlanagerð, undirbúning fyrir próf o.fl.
• Námsáætlanagerð: Ráðgjöf og aðstoð við áfangval og gerð námsáætlana.
• Stuðningur og leiðbeiningar vegna hindrana í námi: Vegna ýmiskonar námsörðugleika, s.s. lestar- og stærðfræði örðugleika, fötlunar og fleira.
• Eftirfylgni með námsgengi: Nemenda sem til hans leita eða til hans er vísað og gera tillögur til úrbóta gerist þess þörf.
• Ráðgjöf og fræðsla við náms- og starfsval: Miðlun upplýsinga um möguleika og framboð á námi og störfum.
• Aðstoð og ráðgjöf vegna náms- og/eða atvinnuumsókna: Auk gerða ferilskráar- og færnimöppugerðar (portfolio) og almenns undirbúnings fyrir atvinnu- og/eða inntökuviðtöl o.fl.
• Þátttaka í teymisvinnu Nemendaþjónustu ME:Tilvísun og samstarf við sérfræðinga innan sem utan skólans í samráði við nemendaþjónustuna.
• Skipuleggja náms- og skólakynningar: Bæði fyrir nemendur grunnskóla sem og háskólakynningar fyrir nemendur ME.


Hér á undirsíðu Nemendaþjónustu ME verður með tímanum hægt að finna ýmis konar fræðsluefni í tengslum við tímastjórnun, námstækni, sértæka námsörðugleika, ADHD, kvíða og svefnvenjur sem og ýmislegt fleira fróðlegt.

Nemendaþjónustan er með facebokk síðu www.facebook.com/nemendathjonustame 

Hafðu samband

v/Tjarnarbraut
700 Egilsstaðir
Netfang: skrifstofa@me.is
Sími: 471-2500
Kt. 610676-0579