Námsleiðir og störf

Næsta skref

Vefsíða um nám og störf

Upplýsingavefur um nám, störf, raunfærnimat og ráðgjöf. Til eru störf og námsleiðir sem henta öllum. Hvert beinist þinn áhugi?

Nám og störf

Verkin tala!

Vefsíða á vegum Iðunar fræðsluseturs um iðn - og verkgreinar á Íslandi. 

Nema hvað?

Iðn-, verk- og tækninám á Íslandi

Vefur um starfsnám á Íslandi. Hvar vilt þú vera eftir þrjú til fjögur ári? Verður þú kannski í skemmtilegu og vel launuðu starfi að loknu starfsnámi sem að auki gefur þér kost á háskólanámi? 

#Kvennastarf

Öll störf eru #kvennastörf

Vefsíða með það að markmiði að vekja athygli á að jafna kynjahalla í iðn- og verkgreinum. 

Háskóladagurinn.is

Leitarvél yfir allar háskólanámsleiðir á Íslandi

Vefsíða Háskóladagsins sem jafnframt var haldinn var stafrænn í fyrsta skiptið árið 2021. Á vefsíðunni má finna leitarvél þar sem hægt er að skoða allar námsleiðir háskólanna sjö. 

Námsvalshjól HÍ

Hvaða grunnnám í HÍ hentar mér?

Ertu að velta fyrir þér framtíðarstarfinu og hvað þig langar til að læra en ert ekki alveg viss? Smelltu á einhvern geiranna á hjólinu og fáðu nánari lýsingu á viðfangsefnum og námsleiðum.

Edbook

Undirbúningsefni í stærðfræði, efnafræði og eðlisfræði

Efnið á Edbook er bæði hægt að nota til upprifjunar í t.d. stærðfræði, eðlisfræði og efnafræði en einnig má þar finna námsefni nokkurra námskeiða í stærðfræði við Háskóla Íslands.

Tutor-web

Æfingar- og stöðuprófakerfi HÍ

Á tutor-web má m.a. finna glærur og efni til upprifjunar í stærðfræði framhaldsskóla.

Hvar liggur þinn áhugi?

Sex áhugasvið Johns Holland

Hér má finna lýsingu á sex áhugasviðum Hollands. Myndin er unnin af Nönnu, náms- og starfsráðgjafa. Áhugasviðskannanirnar Bendill og Í leit að starfi byggja m.a. annars á kenningu Hollands. Ef þú ert óviss um hvar áhugi þinn liggur og vilt taka áhugasviðskönnun eða ræða um nám og störf - kíktu þá á náms- og starfsráðgjafa

Bendill

Námsleiðir innan framhaldsskóla

Hægt er að nýta þennan vef til að vinna úr áhugasviðskönnuninni Bendli sem náms- og starfsráðgjafar ME leggja fyrir nemendur. Hér má tengja niðurstöður áhugasviðskönnunarinnar við námsbrautir á framhaldsskólastigi á Íslandi. 

Bendill

Háskólanámsleiðir á Íslandi

Hér má finna yfirlit yfir háskólanámsleiðir á Íslandi, flokkaðar eftir áhugasviðskóðum Holland. Nemendur ME geta t.d. nýtt þessa síðu í að vinna frekar út frá Bendils áhugasviðsgreiningu, sem náms- og starfsráðgjafar leggja fyrir. 

Bendill

Starfslýsingar

Skoðaðu starfslýsingar þeirra starfa sem falla að þínum áhugasviðum skv. Bendli og öðrum áhugasviðsprófum byggðum á áhugasviðunum sex.

 

O*NET online

Bandarísk vefsíða með upplýsingum um nám og störf

Hér geturðu m.a. skoðað námsleiðir og störf út frá Holland kóðanum þínum, fyrirfram ákveðinni hæfni, þekkingu, gildum, vinnuumhverfi o.fl. 

Farabara.is

Langar þig í nám erlendis?

Vefsíða á vegum Rannís og SÍNE um nám erlendis. Hafsjór af fróðleik um alla þá möguleika sem bjóðast Íslendingum þegar kemur að námi erlendis. Allar þær upplýsingar sem þú munt þurfa á einum stað. 

Aðgangskröfur í háskóla í Danmörku

Vertu viss um að þú uppfyllir skilyrðin

Skjal þar sem hægt er að bera saman námsgreinar og þrepa- og einingafjölda í íslenska skólakerfinu saman við aðgangskröfur inn í háskóla í Danmörku. 

Study in Denmark

Viltu læra á ensku - í Danmörku?

Upplýsingasíða um nám í Danmörku á ensku. 

Eksamenshåndbogen

Samanburður á skólakerfinu á Íslandi og í Danmörku

Ef þú velur "Ísland" í flettiglugganum getur þú fengið upplýsingar um samanburð á skólakerfum Danmerkur og Íslands, áfanga- og einingakröfum og einkunnum. 

Uddanelses Guiden

Leitarvél - Nám á öllum skólastigum

Á UG.DK er hægt að leita upplýsinga um nám a öllum skólastigum. Háskólanám er hægt að skoða undir "videregående uddannelser". 

Lýðháskólar í Danmörku

Leitarvefur

Ertu að spá í Lýðháskólanámi í Danmörku? Þá er heppnin með þér því hér finnurðu allt um dönsku lýðháskólana á einum stað. 

Lýðháskólastyrkur - Nordplus

Ertu á leið í lýðháskólanám?

 Á hverju ári veitir Norræna félagið styrki til íslenskra ungmenna vegna náms í norrænum lýðháskólum. Styrkurinn er háður fjárveitingu frá Nordplus.

Inntökuskilyrði í háskólanám í Noregi

Uppfyllir þú inntökuskilyrðin í háskólanám í Noregi?

Hér er hægt er að bera saman námsgreinar og þrepa- og einingafjölda í íslenska skólakerfinu saman við aðgangskröfur inn í háskóla í Noregi.

Study in Norway

Viltu læra á ensku - í Noregi?

Leitarsíða fyrir þá sem hafa áhuga á að læra á ensku í Noregi. Allar helstu upplýsingar um hvar, hvað og hvernig...

Utdanning.no

Leitarvél - Nám í Noregi

Flott leitarvél um nám í norska menntakerfinu eftir skyldunám. 

Innutökuskilyrði í háskólanám í Svíþjóð

Samanburður á sænska og íslenska framhaldsskólakerfinu

Hér er hægt er að bera saman námsgreinar og þrepa- og einingafjölda í íslenska skólakerfinu við aðgangskröfur inn í háskóla í Svíþjóð.

Study in Sweden

Langar þig að læra á ensku - í Svíþjóð?

Leitarvél þar sem hægt er að finna námsleiðir í Svíþjóð sem kenndar eru á ensku. 

Studera.nu

Háskólanám í Svíþjóð

Leitarvél og upplýsingasíða um háskólanámsleiðir í Svíþjóð. 

UCAS

Umsóknir í háskólanám í Bretlandi

Hefur þú áhuga á að fræðast um ótt er um grunnháskólanám í Bretlandi (undergraduate) í gegnum UCAS. Þar er einnig hægt að fletta upp námsleiðum í leitarvél. 

Study UK

Langar þig að skoða möguleikana á háskólanámi í Bretlandi

Á þessari síðu má finna hagnýtar upplýsingar og innsýn fyrir þá sem vilja skoða möguleikana á námi í Bretlandi. 

Education in Ireland

Háskólanám í Írlandi

Upplýsingaveita um háskólanám í Írlandi, umsóknarferlið og líf stúdenta.

Study.eu

Þín leið inn í háskólanám í Evrópu

Upplýsingaveita þar sem þú getur leitað að námsleiðum á ensku innan allrar Evrópu. Fullt af fróðleikum og hagnýtum upplýsingum um hvert land fyrir sig.

Fullbright á Íslandi / Education USA

Langar þig í háskólanám í Bandaríkjunum?

Ráðgjafarmiðstöð EducationUSA (sem heyrir undir Fulbright stofnunina) er eini aðilinn hér á landi sem veitir alhliða, óháða og ókeypis ráðgjöf um háskólanám í Bandaríkjunum og heldur/auglýsir fyrirlestra og viðburði sem tengjast háskólanámi í Bandaríkjunum.

Soccer & education USA

Tvinnaðu saman háskólanám og íþróttir

Soccer & education er fyrirtæki sem hefur sérhæft sig í að aðstoða ungt íþróttafólk sem vilja komast á háskólastyrk í Bandaríkjunum. Fyrirtækið fókusar á knattspyrnu en hafa einnig verið að aðstoða körfuboltaleikmenn og golfara. Jafnfamt er hægt að skoða facebooksíðu þeirra hér.

KEYSTONE education group

Leitarvél Keystone - Nám úti í heimi

KEG aðstoða nemendur við að finna sína draumanámsleið út í heimi. Fín leitarvél þar sem hægt er að leita eftir námsleiðum og löndum. 

Erasmus +

Menntun, æskulýðsstarf og íþróttir

Erasmus + er menntaáætlun Evrópusambandsins og er ætlað að stuðla að auknu samstarfi með háskóla í Evrópu, styrkja Evrópu sem þekkingarsamfélag og styðja við mótun á samevrópsku, nútímavæddu háskólasamfélagi. 

Eurodesk á Íslandi

Tækifæri í Evrópu

Eurodesk eru alþjóðleg samtök sem eru ekki rekin í hagnaðarskyni og voru stofnuð árið 1990. Eurodesk starfar undir Erasmus + og er hlutverk Eurodesk að gera upplýsingar um hreyfanleika í Evrópu aðgengilegar fyrir ungt fólk og þá sem vinna með þeim. Eurodesk vekur athygli á möguleika til náms, starfsþjálfunar og sjálfboðaliðastarfa í samvinnu viðnet innlendra samstarfsaðila sem tengjast yfir 1600 staðbundnum upplýsingaveitum í 36 Evrópulöndum. Eurodesk er líka á Facebook og Instagram

Nordjobb á Ísland

Langar þig að sækja um árstíðabundið starf á Norðurlöndunum?

Nordjobb er bæði dýrmæt starfsreynsla og leið til að kynnast einu af nágrannalöndum þínum. Með því að taka þátt í Nordjobb færð þú að upplifa hvernig það er að búa í öðru norrænu landi og á sama tíma kynnast öðrum Nordjobb þátttakendum og eignast nýja vini frá öllum kimum Norðurlandanna.

Eures

Evrópska atvinnugáttin

Langar þig að skoða möguleikann á starfi eða starfsþjálfun erlendis? EURES (Evrópska vinnumiðlunin) eru samvinnusamtök mynduð af opinberum vinnumiðlunum. Markmið samtakanna er að greiða fyrir frjálsri för launþega innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) (27 aðildarríkja Evrópusambandsins ásamt Íslandi, Liechtenstein og Noregi), Sviss og Bretlands. 

Kilroy.is

Ferðaskrifstofa

KILROY er ferðaskrifstofa sem sérhæfir sig í þjónustu fyrir ungt fólk og námsmenn. Við leggjum metnað í að aðstoða ungt fólk, námsmenn og alla aðra ævintýragjarna við að kanna lífið í gegnum ferðalög og nám. Hvort sem þig langar að ferðast um heiminn eða að læra erlendis þá er okkar markmið alltaf að láta drauma þína rætast.

Alfreð

Atvinnuleitarmiðill

Vefsíða og hugbúnaður/app sem passar upp á að þú missir ekki af draumstarfinu þínu. Múlaþing auglýsir jafnframt laus störf á Alfreð.

Starfatorg

Laus störf hjá íslenska ríkinu

Á Starfatorgi eru auglýst laus störf hjá íslenska ríkinu. 

Vinnumálastofnun

Vinnumálastofnun heyrir undir félagsmálráðuneytið og fer m.a. með yfirstjórn vinnumiðlunar í landinu og daglega afgreiðslu Atvinnuleysistryggingasjóðs, Fæðingarorlofssjóðs, Ábyrgðarsjóðs launa auk fjölmargra annara vinnumarkaðstengdra verkefna. Á vefsíðu Vinnumálastofnunar má leita að lausum störfum, sækja um atvinnuleysisbætur, atvinnu með stuðningi, finna upplýsingar um réttindi og skyldur, fæðingarorlof og ýmislegt fleira. 

Tvinna

Skapandi störf

Á Tvinna.is má finna og auglýsa laus störf fyrir grafíska hönnuði, vefhönnuði, viðmótsforritara, bakendaforritara, arkitekta, vöruhönnuði, ljósmyndara, fatahönnuði, listamenn, myndskreytara, rithöfunda, ráðgjafa, kennara, kvikmyndamenn, leikara, tónlistarmenn o.s.frv.

 

Laus störf hjá Reykjavíkurborg

Ertu að flytja til höfuðborgarinnar?

Hér getur þú fundið laus störf á vegum Reykjavíkurborgar. 

Tímamót á náms- og starfsferli

Vantar þig að marka þér stefnu?

Frábær undirvefur Virk - starfsendurhæfingarsjóðs sem fyrst og fremst er ætlaður þeim sem eru að ganga í gegnum breytingar á náms- og starfsferlinum. Vefurinn nýtist hins vegar klárlega líka öllum þeim sem eru að taka sín fyrstu skref á náms- og starfsferlinum og/eða langar til að skoða sjálfan sig betur og marka sér stefnu í námi og starfi.

Að útbúa ferilskrár, kynningar- og eða hvatabréf

Sniðmát, gagnabanki og fróðleikur

Vefsíðan Novorésumé er nokkurs konar fjársjóðskista bæði fyrir alla þá sem eru að huga atvinnu- og skólaumsóknum. Vefsíðan samanstendur bæði af sniðmátum og gagnabanka fyrir þá sem eru að skrifa ferilskrár, kynningar- og/eða hvatabréf, sem og bloggsíðu þar sem finna má ýmis gagnleg tips, greinar og fleira sem veitt getur þeim sem huga að breytingum á náms- og starfsferilinum, andagift. Hér er beinir linkar á umfjöllun um hvatabréf eða "letter of motivation", ferilskrárgerð og kynningarbréf.

Europass

Haltu utan náms- og starfsferilinn þinn í netlægri ferilskrá

Það eru ótal möguleikar á að læra og finna ný tækifæri til náms í Evrópu. Europass getur hjálpað þér að skipuleggja nám þitt og finna rétta tækifærið til að þróa kunnáttu þína og færni. 

Europass eru ókeypis, netlæg verkfæri sem þú getur notað til að halda utan um starfsferil þinn, hvort sem þú ert að byrja í fyrsta starfinu eða litast um eftir nýjum áskorunum. Europass gerir þér m.a. kleift að halda utan um alla kunnáttu þína, menntun, hæfi og reynslu og draga fram og ígrunda það sem þú kannt, útbúa og hafa yfirlit yfir umsóknir, hanna sérsniðnar ferilskrár og fylgibréf fyrir mismunandi námskeið og -svið og geyma öll skjöl og skrár á einum, öruggum stað.

Fjarnám og mat á námi

Mat á námi milli skóla

Nanna náms- og starfsráðgjafi svarar algengum vangaveltum varðandi mat á námi milli skóla og námslok til stúdentsprófs í þessu stutta myndbandi.