Takk fyrir komuna á opið hús í ME

Síðastliðið miðvikudagskvöld var 10. bekkingum fjórðungsins og aðstandendum þeirra boðið í heimsókn í ME.

Viðburðurinn var nokkurs konar ratleikur í gegnum smáforritið Actionbound, með spurningum og verkefnum sem fólk leysti í símunum sínum með því að rölta um húsakynni skólans og spjalla við nemendur og starfsfólk. Einnig gat fólk sleppt ratleiknum og rölt á milli stöðva til að kynna sér hvað var um að vera. Jafnframt var boðið upp á kvöldverð í mötuneyti skólans. 
 
Kvöldið heppnaðist vel og vilja starfsfólk og nemendur þakka kærlega fyrir komuna og skemmtilegt kvöld - þið voruð algjörlega frábær. Vonandi fáum við að taka á móti ykkur aftur í haust, þegar nýtt skólaár gengur í garð.
 
Hér má skoða myndir frá viðburðinum.