Námsleiðir og störf

Ertu að velta fyrir þér námi og störfum? Hér fyrir neðan má finna starfslýsingar, upplýsingar um námsleiðir, nám og störf erlendis og margt fleira. Hér má einnig finna ýmsar upplýsingar um áhugasviðskönnunina Bendil en hún byggir m.a. á kenningu John Hollands um að starfsáhuga megi skipta í sex áhugasvið, og hvernig vinna megi úr henni. Tilgangur kenningarinnar er fyrst og fremst að skýra starfstengda hegðun og auðvelda fólki að velja sér starf sem það verður ánægt í. Kenningin gerir ráð fyrir að starfsáhugi sé ein af birtingarmyndum persónuleika fólks og að fólk sem gegni sömu/svipuðum störfum hafi svipuð persónueinkenni, glími við áskoranir á svipaðan hátt og þannig verði umhverfið sem það lifir og hrærist í einnig svipað. Kenningin gerir einnig ráð fyrir að hægt sé að flokka starfsumhverfi fólks á sama hátt og áhuga. Því ættu einstaklingar að njóta sín best í starfsumhverfi sem samsvarar eigin gildum og viðhorfum, þar sem þeir geta nýtt hæfileika sína og eiginleika til fulls. Þar af leiðandi njóti til dæmis einstaklingar með áhuga á handverkssviði sín betur í námi og störfum sem eru einkennandi fyrir sama svið og svo framvegis. Leitaðu endilega til náms- og starfsráðgjafa til að viðra hugmyndir þínar um nám, störf og framtíðina. 

Næsta skref

Vefsíða um nám og störf

Upplýsingavefur um nám, störf, raunfærnimat og ráðgjöf. Til eru störf og námsleiðir sem henta öllum. Hvert beinist þinn áhugi?

Nám og störf

Verkin tala!

Vefsíða á vegum Iðunar fræðsluseturs um iðn - og verkgreinar á Íslandi. 

Nema hvað?

Iðn-, verk- og tækninám á Íslandi

Vefur um starfsnám á Íslandi. Hvar vilt þú vera eftir þrjú til fjögur ári? Verður þú kannski í skemmtilegu og vel launuðu starfi að loknu starfsnámi sem að auki gefur þér kost á háskólanámi? 

#Kvennastarf

Öll störf eru #kvennastörf

Vefsíða með það að markmiði að vekja athygli á að jafna kynjahalla í iðn- og verkgreinum. 

Hvar liggur þinn áhugi?

Sex áhugasvið Johns Holland

Hér má finna lýsingu á sex áhugasviðum Hollands. Myndin er unnin af Nönnu, náms- og starfsráðgjafa. Áhugasviðskannanirnar Bendill og Í leit að starfi byggja m.a. annars á kenningu Hollands. Ef þú ert óviss um hvar áhugi þinn liggur og vilt taka áhugasviðskönnun eða ræða um nám og störf - kíktu þá á náms- og starfsráðgjafa

Bendill

Námsleiðir innan framhaldsskóla

Hægt er að nýta þennan vef til að vinna úr áhugasviðskönnuninni Bendli sem náms- og starfsráðgjafar ME leggja fyrir nemendur. Hér má tengja niðurstöður áhugasviðskönnunarinnar við námsbrautir á framhaldsskólastigi á Íslandi. 

Bendill

Háskólanámsleiðir á Íslandi

Hér má finna yfirlit yfir háskólanámsleiðir á Íslandi, flokkaðar eftir áhugasviðskóðum Holland. Nemendur ME geta t.d. nýtt þessa síðu í að vinna frekar út frá Bendils áhugasviðsgreiningu, sem náms- og starfsráðgjafar leggja fyrir. 

Bendill

Starfslýsingar

Skoðaðu starfslýsingar þeirra starfa sem falla að þínum áhugasviðum skv. Bendli og öðrum áhugasviðsprófum byggðum á áhugasviðunum sex.

O*NET online

Bandarísk vefsíða með upplýsingum um nám og störf

Hér geturðu m.a. skoðað námsleiðir og störf út frá Holland kóðanum þínum, fyrirfram ákveðinni hæfni, þekkingu, gildum, vinnuumhverfi o.fl. 

Farabara.is

Langar þig í nám erlendis?

Vefsíða á vegum Rannís og SÍNE um nám erlendis. Hafsjór af fróðleik um alla þá möguleika sem bjóðast Íslendingum þegar kemur að námi erlendis. Allar þær upplýsingar sem þú munt þurfa á einum stað. 

Aðgangskröfur í háskóla í Skandinavíu

Samanburður á aðgangskröfum

Skjal þar sem hægt er m.a. að bera saman áfanga og þrepafjölda í íslenska skólakerfinu saman við aðgangskröfur inn í háskóla í Skandinavíu. 

Erasmus +

Menntun, æskulýðsstarf og íþróttir

Erasmus + er menntaáætlun Evrópusambandsins og er ætlað að stuðla að auknu samstarfi með háskóla í Evrópu, styrkja Evrópu sem þekkingarsamfélag og styðja við mótun á samevrópsku, nútímavæddu háskólasamfélagi. 

Eures

Evrópska atvinnugáttin

Langar þig að skoða möguleikann á starfi eða starfsþjálfun erlendis? EURES (Evrópska vinnumiðlunin) eru samvinnusamtök mynduð af opinberum vinnumiðlunum. Markmið samtakanna er að greiða fyrir frjálsri för launþega innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) (27 aðildarríkja Evrópusambandsins ásamt Íslandi, Liechtenstein og Noregi), Sviss og Bretlands. Frekari upplýsingar um samtökin má einnig finna hér

Kilroy.is

Ferðaskrifstofa

KILROY er ferðaskrifstofa sem sérhæfir sig í þjónustu fyrir ungt fólk og námsmenn. Við leggjum metnað í að aðstoða ungt fólk, námsmenn og alla aðra ævintýragjarna við að kanna lífið í gegnum ferðalög og nám. Hvort sem þig langar að ferðast um heiminn eða að læra erlendis þá er okkar markmið alltaf að láta drauma þína rætast.

Fjarnám og mat á námi

Mat á námi milli skóla

Nanna náms- og starfsráðgjafi svarar algengum vangaveltum varðandi mat á námi milli skóla og námslok til stúdentsprófs í þessu stutta myndbandi. 

Námsferilsgerð í ME

Um námið í ME, námsferilinn og áfangaval til stúdentsprófs

Í þessu myndbandi fer Bergþóra áfangastjóri í gegnum öll þau helstu atriði sem gott er fyrir alla nemendur ME, bæði dagskóla- og fjarnemendur, að hafa bakvið eyrað. 

Edbook

Undirbúningsefni í stærðfræði, efnafræði og eðlisfræði

Efnið á Edbook er bæði hægt að nota til upprifjunar í t.d. stærðfræði, eðlisfræði og efnafræði en einnig má þar finna námsefni nokkurra námskeiða í stærðfræði við Háskóla Íslands.

Tutor-web

Æfingar- og stöðuprófakerfi HÍ

Á tutor-web má m.a. finna glærur og efni til upprifjunar í stærðfræði framhaldsskóla.