Canvas

Canvas er alhliða námsvefur sem auðveldar samskipti kennara og nemenda og gefur greiðar boðleiðir og upplýsingar um allt sem tengist náminu. Nemendur geta sótt allt það efni sem kennarar miðla til nemenda inni á sama svæði.

Á forsíðu sjá nemendur yfirlit yfir áfanga sem þeir eru skráðir í, næstu verkefni, kennslustundir sem eru á döfinni og nýbirtar einkunnir. Inni í hverjum áfanga birtist yfirlit yfir verkefni, umræðuþræði áfanga, kennsluáætlun, fyrirlestra og fleira. Nemandi getur valið einstaka verkefni og sent inn lausn. Nemendur geta einnig skráð sig saman í hópa og átt í umræðum innan hópsins og skilað verkefnum saman.

Office og Canvas leiðbeiningar

Algengar spurningar nemenda um Canvas