Félagsliðabraut

Þar sem ekki bárust nógu margar umsóknir um félagsliðanám fyrir haustið 2021 verður námi á brautinni frestað um óákveðinn tíma. Námið er á 3. hæfniþrepi, 200 eininga og verður tekið á 6 önnum. 

Myndband frá kynningu félagsliðabrautar má finna hér

Markmið náms og kennslu á félagsliðabraut er að auka þekkingu og fagkunnáttu þeirra sem sinna einstaklingum á öllum aldri sem þurfa sérhæfða þjónustu. Markmiðið er að gera nemendur færa um að styrkja sjálfsmynd þjónustunotenda, stuðla að auknu sjálfstæði þeirra og gera þá færari til að sinna athöfnum daglegs lífs.

Nemendur velja á milli sérhæfingar náms til starfa með fötluðu eða öldruðu fólki. Vinnustaðanám fer fram á lokaönnum námsins. Félagsliðabraut er eingöngu kennd í fjarnámi. Nánari lýsing á brautinni er á namskra.is

Til þess að geta hafið nám á félagsliðabraut þarf nemandi að hafa lokið námsmarkmiðum grunnskóla með lágmarksárangri í stærðfræði, íslensku og ensku. Til að hefja nám á öðru hæfniþrepi í dönsku, ensku, íslensku eða stærðfræði þarf nemandi að hafa náð einkunn B við lok grunnskóla eða hafa lokið fyrsta þreps áfanga í þessum greinum.

Hér má sjá inntökuskilyrði á brautir skólans.

Tillaga að uppsetningu brautar eftir námsárum.

Kjarni 
Námsgrein   Áfangi 1. þrep 2. þrep 3. þrep
Aðstoð og umönnun ASUM 2UA05 0 5 0
Atvinnufræði ATFR 1VÖ05 5 0 0
Enska ENSK 2MO05  0 5 0
Fjölskyldan og félagsleg þjónusta FSFÞ 2FJ05    3FJ05 0 5 5
Félagsleg virkni FÉVÍ 2FV05    3SE05 0 5 5
Fötlunarfræði FÖFR 1MF05   5 0 0
Geðheilbrigði og samfélag GESA 3GM05 0 0 5
Heilsuefling HLSE 1ÍÞ05 5 0 0
Hússtjórn HÚSS 2AG05 0 5 0
Íslenska ÍSLE 2RR05   3XX05 (valáfangi á 3. þrepi) 0 5 5
Líkamsrækt ÍÞRÓ 1UÞ01   1SS01   1LH01   1SL01  4 0 0
Lífsleikni LÍFS 1BE05 5 0 0
Kynjafræði KYNJ 2KK05 0 5 0
Lyfjafræði LYFJ 2FF05 0 5 0
Næringarfræði NÆRI 2ON05  0 5 0
Samskipti SAMS 1SS05    2ÓS05 5 5 0
Siðfræði HEIM 2SI05 0 5 0
Sálfræði SÁLF 2SS05    3FG05    3ÞR05    3AF05     0 5 15
Skyndihjálp SKYN 1SE01 1 0 0
Starfsþjálfun STÞF 3SJ20 0 0 20
Stjórn, hagur og siðfræði STHS 3FH05 0 0 5
Stærðfræði STÆR 2RF05 0 5 0
Uppeldisfræði UPPE 2SS05     0 5 0
Upplýsingatækni UPPT 2UT05 0 5 0
Vinnustaðanám VAPÓ 2VN10    3FR10 0 10 10
Öldrunarfræði ÖLDR 1ÖL05 5 0 0
Einingafjöldi     39 86 65

 

Val 
Námsgrein   Áfangi 1. þrep 2. þrep 3. þrep
Fötlunarfræði FÖFR 2FS05    3FL05 0 5 5
Öldrunarfræði ÖLDR 2ÖS05    3ÖL05 0 5 5
Einingafjöldi     0 5 5

Nemendur velja sérhæfingu í fötlun eða öldrun, 5 einingar á 2. þrepi og 5 einingar á 3. þrepi, samtals 10 einingar.