ADHD í námi

Nemendur með ADHD ströggla stundum við að halda einbeitingu í námi og starfi og eiga erfitt með að skipuleggja sig. Hér má finna allt og ekkert um ADHD. 

ADHD samtökin

Vefsíðu uppfull af fróðleik

Vefsíða ADHD samtakanna. Hér má finna ýmis konar fróðleik, fréttir, vefverslun, upplýsingar um viðburði og námskeið auk þess sem hægt er að gerast meðlimur. 

Með Ferrarivél en reiðhjólabremsur

Glærur frá ADHD smiðju ME - Orsakir, einkenni, styrkleikar

Hér má finna glærur frá ADHD smiðju Nemendaþjónustu ME. Þessi seinni hluti smiðjunnar fjallar um orsakir ADHD, birtingarmyndir, einkenni og styrkleika. 

Með Ferrarivél en reiðhjólabremsur

Glærur frá ADHD smiðju ME - markmiðssetning og tímastjórnun

Hér má finna glærur frá ADHD smiðju Nemendaþjónustu ME. Þessi seinni hluti smiðjunnar snýr að mikilvægi tímastjórnunar og skipulags og um festur okkar daglega lífs. 

Lífið með ADHD

Hlaðvarð ADHD samtakanna

Lífið með ADHD er hlaðvarp ADHD samtakanna í umsjón Karitasar Hörpu Davíðsdóttur, sem birtist reglulega á RUV.is og í öllum helstu hlaðvarpsveitunum. Karitas Harpa fær til sín góða gesti í 40-50 mínútna spjall, sem miðla af reynslu sinni og þekkingu, ekki síst af lífinu með ADHD. Gleði, sorgir, sigrar og óborganlegar lífsreynslusögur í bland við fróðleik um ADHD. Allt sem þú hélst að þú vissir um ADHD, en vissir í raun ekki...

ADHD í námi - Padlet ME

Gagnvirkt Padlet ME um ADHD

Hér má finna fullt af fróðleik um ADHD, tillögur að öppum, forritum og fleiru sem mögulega gæti nýst einhverjum. Ef þú ert tilbúin/nn/ð til að deila einhverjum síðum, forritum eða fleiru sem hefur virkað vel fyrir þig eða þá sem standa þér nærri - endilega bættu þeim við á padletið. 

ADDitude - inside the ADHD brain

Vefsíða og rafrænt tímarit

Frábær vefsíða þar sem fjallað er um ADHD, bæði á persónulegan hátt, -faglegan og út frá nýjustu rannsóknum. Allt sem þú vilt vita á einum stað. 

How do you know if you have ADHD?

Myndbönd um ADHD

Jessica útbýr skemmtileg fræðslumyndbönd um allt milli himins og jarðar sem tengist ADHD sem hún þekkir sjálf af eigin raun. Hún heldur úti rásinni "How to ADHD" á Youtube.