ADHD og einhverfa

ADHD samtökin

Vefsíðu uppfull af fróðleik

Vefsíða ADHD samtakanna. Hér má finna ýmis konar fróðleik, fréttir, vefverslun, upplýsingar um viðburði og námskeið auk þess sem hægt er að gerast meðlimur.  Hér má finna upplýsingar um greiningaraðila sem þjónusta 18 og yngri.  Hér má finna upplýsingar um greiningaraðila sem þjónusta 18 ára og eldri. 

Lífið með ADHD

Hlaðvarð ADHD samtakanna

Lífið með ADHD er hlaðvarp ADHD samtakanna í umsjón Karitasar Hörpu Davíðsdóttur, sem birtist reglulega á RUV.is og í öllum helstu hlaðvarpsveitunum. Karitas Harpa fær til sín góða gesti í 40-50 mínútna spjall, sem miðla af reynslu sinni og þekkingu, ekki síst af lífinu með ADHD. Gleði, sorgir, sigrar og óborganlegar lífsreynslusögur í bland við fróðleik um ADHD. Allt sem þú hélst að þú vissir um ADHD, en vissir í raun ekki...

ADHD í námi - Padlet ME

Gagnvirkt Padlet ME um ADHD

Hér má finna fullt af fróðleik um ADHD, tillögur að öppum, forritum og fleiru sem mögulega gæti nýst einhverjum. Ef þú ert tilbúin/nn/ð til að deila einhverjum síðum, forritum eða fleiru sem hefur virkað vel fyrir þig eða þá sem standa þér nærri - endilega bættu þeim við á padletið. 

ADDitude - inside the ADHD brain

Vefsíða og rafrænt tímarit

Frábær vefsíða þar sem fjallað er um ADHD, bæði á persónulegan hátt, -faglegan og út frá nýjustu rannsóknum. Allt sem þú vilt vita á einum stað. 

How do you know if you have ADHD?

Myndbönd um ADHD

Jessica útbýr skemmtileg fræðslumyndbönd um allt milli himins og jarðar sem tengist ADHD sem hún þekkir sjálf af eigin raun. Hún heldur úti rásinni "How to ADHD" á Youtube. 

Opnir fræðslufundir um ADHD á facebook - erindin

ADHD samtökin

Á meðan samkomutakmarkanir stjórnvalda vegna Covid voru í gildi, stóðu ADHD samtökin fyrir reglulegum opnum fræðslufundum um ýmis málefni tengd ADHD. Fræðslufundunum var streymt beint á Facebook síður samtakanna - ADHD samtökin, ADHD Eyjar og ADHD Norðurland.

Vinnulag við greiningu ADHD

Landlæknisembættið

Þessar leiðbeiningar eru sambland klínískra leiðbeininga og verklagsreglna. Þær er fyrst og fremst ætlaðar fagfólki sem vinnur við athugun, greiningu og meðferð á ADHD. Aðrir sem gætu haft gagn af leiðbeiningunum eru t.d. einstaklingar með ADHD og fjölskyldur þeirra, starfsfólk skóla o.fl. 

ADHD teymi landspítalans

Upplýsingar um ferli tilvísana, greiningu og meðferð

Teymið samanstendur af hópi lækna og sálfræðinga, auk ritara, Teymisstjóri hefur umsjón með daglegum rekstri teymisins. Meginverkefni ADHD teymis er að sinna greiningum og meðferð fullorðinna frá 18 ára aldri. Símatími ritara er alla virka daga frá 13:00-14:00 í síma 543-4088.

 

Einhverfusamtökin

Einhverfa.is

Starfsemi samtakanna beinist meðal annars að því að bæta þjónustu við einhverfa, standa vörð um lögbundin og stuðla að fræðslu um málefni fólks á einhverfurófi. Samtökin halda úti heimasíðu og eru með reglulegan opnunartíma á skrifstofu þar sem nálgast má upplýsingar og fræðsluefni. Einhverfusamtökin halda einnig úti  spjallhópi á Facebook. 

Krossgatan

Ráðgjöf og sálfræðiþjónusta fyrir fólk á einhverfurófi og foreldra þeirra

Krossgatan - sálfræðiráðgjöf er ráðgjöf og sálfræðiþjónusta fyrir fólk á einhverfurófi og foreldra barna á einhverfurófi. Einnig er í boði fræðsla um einhverfurófið fyrir aðra. Áherslan er á stuðning og leiðir til að eiga við vandamál sem koma fram í samspili einhverfu og umhverfis.

Skynúrvinnsla

Hvernig upplifir þú skynáreiti?

Einhverft fólk upplifir t.d. oft skynáreiti öðruvísi en aðrir og er oft næmara fyrir alls konar áreiti. Hér má finna upplýsingar um skynsviðin, skynáreiti og skynúrvinnslu. 

SÓL

Sálfræði og læknisþjónusta

Markmiðið hjá SÓL er að bæta þjónustu við börn og ungmenni og fjölskyldur þeirra. Þau vilja tryggja samræmda þjónustu á einum stað og auðvelda þannig aðgengi að sérfræðingum og úrræðum. Sól þjónustar börn og ungmenni að 25 ára aldri með margs konar vanda. Ekki þarf að liggja fyrir greining til þess að fá þjónustu.

 

 

 

 

Geðheilsumiðstöð barna

Geðheilsumiðstöð barna (GMB) veitir 2. stigs þjónustu á landsvísu fyrir börn í grunn- og framhaldsskólum að 18 ára aldri. Þau sinna greiningu, ráðgjöf, meðferð og fræðslu vegna taugaþroskaraskana og annarra erfiðleika í hegðun eða líðan. Skólasálfræðingar og aðrir fagaðilar heilbrigðis-, fjölskyldu- og félagsþjónustu geta vísað börnum að uppfylltum skilyrðum um forvinnu. 

Sálfræðiþjónusta Norðurlands

ADHD greiningar og sálfræðilegar prófanir

Til viðbótar við hefðbundið mat á tilfinningavanda og meðferð og ráðgjöf við slíku sinna sálfræðingar á Sálfræðiþjónustu Norðurlands sálfræðilegum greiningum. Dæmi um slíkt eru ADHD greiningar, mat á persónuleikavanda, vitsmunamat, taugasálfræðilegar prófanir, lesgreiningar og mat á sértækum námsörðugleikum.

 

Ráðgjafar- og greiningarstöð

Ráðgjafar- og greiningarstöð er miðlæg þjónustu- og þekkingarmiðstöð sem starfar á þverfaglegum grunni og sinnir börnum að 18 ára aldri hvar sem þau búa á landinu. Hlutverk hennar er meðal annars að annast ráðgjöf og greiningu barna með víðtækar þroskaskerðingar en algengustu ástæður tilvísunar eru grunur um einhverfu og skyldar raskanir, þroskahömlun og hreyfihamlanir.