Tímastjórnun og námstækni

Það er sérstaklega mikilvægt fyrir námsmenn að temja sér góða tímastjórnun og koma sér upp skilvirkum aðferðum sem henta hverjum og einum hvað skipulag og námstækni varðar. Hér má finna fullt af fróðleik, fyrirlestrum og veftenglum. 

Tímastjórnun og skipulag - glærur

Leiðir til að bæta skipulag!

Viltu tileinka þér betra skipulag og tímastjórnun? Renndu yfir eftirfarandi punkta á glærunum og byrjaðu að prófa þig áfram og finna út hvaða leiðir henta þér. 

Tímastjórnun og skipulag - fyrirlestur

Fyrirlestur um fyrstu skrefin í bættri tímastjórnun

Ertu að taka fyrstu skrefin í tímastjórnun og skipulagi og vilt fræðast meira?

Smart markmiðasetning - leiðarvísir

Hvernig setur maður sér markmið?

Viltu fræðast meira um grunninn í SMART markmiðasetningu? Það er gífurlega mikilvægt að skrá niður og útfæra markmiðin sín vel til að auka líkurnar á því að þau haldi ekki bara áfram að vera fjarlægir draumar. 

Verkefnalistar

Hafðu yfirsýn yfir verkefnin

Hér er hægt að nálgast nokkrar týpur af verkefnalistum til að velja úr. Hægt er að prenta út eða nota sem grunn í ipad eða önnur öpp/forrit til útfyllingar.

Viku- og dagsskipulagskjöl

Skipulegðu vikuna fyrirfram

Viku- og dagsskipulag sem auðveldar þér að hafa yfirsýn yfir það sem þú þarft að gera og hvernig þú ætlar að fara að því. Hægt er að prenta út eða nota sem grunn í ipad eða önnur öpp/forrit til útfyllingar.

Mánaðaryfirlit vor 2024

Hafðu yfirsýn yfir spönnina

Merkt mánaðaryfirlit yfir janúr-maí 2024 til að einfalda þér skipulagið. Hægt er að prenta út eða nota sem grunn í ipad eða önnur öpp/forrit til útfyllingar.

Áfangayfirsýn

3/4 áfangar á spönn

Útprentanlegt (eða útfyllanlegt í pdf lesara) blað til að hafa yfirsýn yfir verkefnaálag í áföngum. Við mælum með að nota það sem grunnlista yfir spönnina og nýta daglegan/vikulegan to-do lista meðfram honum. 

To-do listinn

Einfaldur verkefnalisti

Útprentanlegur verkefnalisti (eða útfyllanlegur í pdf lesara) til að hafa yfirsýn yfir verkefni dagsins/vikunnar. Góður listi til að nýta með meðfram listanum áfangayfirsýn

Vikuáætlun

Mikilvægur liður í tímastjórnun

Áætlun til að skipuleggja vikuna fyrir þá sem vilja hafa skipulagið sitt áþreifanlegt. Öðrum bendum við á öpp og vefforrit (sjá lista að neðan), Google Calandar, Calendar og Reminders í iOS og Android snjalltækjum, Outlook Calendar.

Mánaðaryfirlit

Annar mikilvægur liður!

Stundum er bara nauðsynlegt að hafa yfirsýn yfir mánuðinn. Hentug áætlun fyrir þá sem vilja hafa skipulagið sitt áþreifanlegt. Öðrum bendum við á öpp og vefforrit, Google Calendar, Calendar og Reminders í iOS og Android snjalltækjum, Outlook Calendar.

Forgangsröðun verkefna

Eisenhower forgangsröðunarkassi

Áttu í erfiðleikum með að forgangsraða verkefnum og veist ekki í hvaða röð er gott að vinna þau. Prófaðu að raða þeim inn í forgangsröðunarboxin hér. Byrjaðu á verkefnum í græna boxinu, því næst gula boxinu o.s.frv. Ef tíminn er af mjög skornum skammti og þú þarft að fá að fresta eða sleppa verkefnum - þá eru verkefnin í rauða boxinu tilvalin í það. Bæði er hægt að prenta út skjalið eða skrifa inn í þau t.d. í Foxit reader, Abobe Reader eða SnapType (App store eða Google Play). 

Kanban tafla

Útprentanleg

Ef þú ert ekki týpan til að nýta tölvuna eða símann við skipulagið þá gæti Kanban taflan verið eitthvað fyrir þig. Prentaðu út Kanban töflu, notaðu post-it miða og settu upp þitt eigið skipulag upp á vegg heima. Einnig er hægt að plasta blaðið og skrifa með töflutúss og færa verkefni á milli. Passaðu þig bara að vera ekki með fleiri en 2-3 verkefni í "verkefni í vinnslu" dálkinum í einum svo þú klárir pottþétt það sem þú byrjar á. 

 

 

Hefstu handa í byrjun spannar

5 lyklar að því að velgengni í námi (infograph)

Hér hafa verið teknir saman gagnlegir punktar um skipulag í námi í spannarkerfi ME.

VARK könnunin

Hver er þinn námsstíll?

Hvernig finnst þér best að læra nýja hluti? Það eru til margvíslegar aðferðir ti að læra. Meginnámsaðferðirnar samkvæmt könnuninni eru fjórar; myndræn námsaðferð, hljóræn námsaðferðir, lestur/skrift, hreyfing sem námsaðferðir. 

Námstækni - Lestur og glósur

Fyrstu skrefin í lestrar- og glósutækni

Hvernig er gagnlegast að lesa texta? Hvernig tekur maður glósur? Smelltu hér til að fræðast meira. 

Námstækni - Próftökutips!

Fyrirlestur um námstækni og próf

Hvernig lærir þú undir próf? Ertu nokkuð páfagaukur? Fullt af áhugaverðum punktum um námstækni í tengslum við námsmat og próftöku.

Námsferilsgerð fyrir ME-inga

Um námið í ME, námsferilinn og áfangaval til stúdentsprófs

Í þessu myndbandi fer Bergþóra áfangastjóri í gegnum öll þau helstu atriði sem gott er fyrir alla nemendur ME, bæði dagskóla- og fjarnemendur, að hafa bakvið eyrað

 

Mindview online

Hugkortaforrit

Einfalt og þægilegt hugkortaforrit (sem ME-ingar fá aðgang að í gegnum Office 365) sem gagnast við lærdóm, skipulag, hugstormun, fundi og margt fleira.

Kvíði í prófum

5 leiðir til að takast á við kvíða í prófum (infograph)

Ertu að glíma við prófkvíða? Hefurðu prófað að æfa þig í eftirfarandi aðferðum?

Ertu undir miklu álagi?

5 atriði sem er alltaf mikilvægt að huga að þrátt fyrir álag (infograph)

Þrátt fyrir að álagið sé mikið þá verða þættir eins og hvíld, næring, hreyfing, slökun og skipulag ekki minna mikilvæg!

Listi yfir öpp

Sniðugt í tímastjórnun

Listi yfir nokkur öpp og forrit fyrir þá sem vilja nýta tæknina við námstækni og tímastjórnun.

Alpha bylgjur (study music)

Nærðu ekki að fókusa?

Hefurðu prófað að hlusta á alpha bylgjur? Hvers vegna ekki að prófa. 

Málið.is

Gagnabankar um íslenskt mál

Frábær vefur Stofnunar Árna Magnússonar sem nýtist öllum, þá sér í lagi námsmönnum. Markmið Málsins er að auðvelda rafræna leit að gögnum og fræðslu um íslenskt mál og málnotkun, me einföldum og samræmdum vefaðgangi. Vefgáttin dregur fram allar tiltækar upllýsingar um það orð sem leitað er að hverju sinni, úr öllum þeim rafrænu gagnasöfnum sem til eru um íslenskt mál og málnotkun. 

 

Yfirlestur.is

Villu- og málleitarforrit

Yfirlestur.is er vefur í stöðugri þróun sem rýnir íslenskan texta og finnur ýmislegt sem betur mætti fara í stafsetningu og málfari. Vefurinn bendir á stafsetningarvillur, samhengisháðar villur, ranga notkun há- og lágstafa og ýmis málfræðileg atriði.

 

 

Google leitartækni

Þekkir þú helstu leiðirnar?

Kíktu á helstu leiðir sem geta gert google leitina þína skilvirkari!