Tímastjórnun og námstækni

Það er sérstaklega mikilvægt fyrir námsmenn að temja sér góða tímastjórnun og koma sér upp skilvirkum aðferðum sem henta hverjum og einum hvað skipulag og námstækni varðar. Hér má finna fullt af fróðleik, fyrirlestrum og veftenglum. 

Tímastjórnun og skipulag

Leiðir til að bæta skipulag!

Viltu tileinka þér betra skipulag og tímastjórnun? Renndu yfir eftirfarandi punkta og byrjaðu að prófa þig áfram og finna út hvaða leiðir henta þér. 

Að láta tímann vinna með sér

Fyrirlestur um tímastjórnun

Ertu að taka fyrstu skrefin í tímastjórnun og skipulagi og vilt fræðast meira?

Smart markmiðasetning

Hvernig setur maður sér markmið?

Viltu fræðast meira um grunninn í SMART markmiðasetningu? Það er gífurlega mikilvægt að skrá niður og útfæra markmiðin sín vel til að auka líkurnar á því að þau haldi ekki bara áfram að vera draumar. 

Borðaðu froskinn!

Fyrirlestur - Hættu að fresta og farðu að framkvæma!

Ertu frestari? Fyrirlestur Nönnu, náms- og starfsráðgjafa um 21 lykil til að hætta að fresta og fara að afkasta meira á styttri tíma. Glærurnar má jafnframt nálgast hér og samantekt á lyklunum hér. Fyrirlesturinn fjallar um bókina Eat that frog eftir Brian Tracy.

 

 

Vikuáætlun

Mikilvægt liður í tímastjórnun

Áætlun til að skipuleggja vikuna fyrir þá sem vilja hafa skipulagið sitt áþreifanlegt. Öðrum bendum við á öpp og vefforrit (sjá lista að neðan), Google Calandar, Calendar og Reminders í iOS og Android snjalltækjum, Outlook Calendar.

Mánaðardagatal

Annar mikilvægur liður!

Stundum er bara nauðsynlegt að hafa yfirsýn yfir mánuðinn. Hentug áætlun fyrir þá sem vilja hafa skipulagið sitt áþreifanlegt. Öðrum bendum við á öpp og vefforrit, Google Calendar, Calendar og Reminders í iOS og Android snjalltækjum, Outlook Calendar.

Listi yfir öpp

Sniðugt í tímastjórnun

Listi yfir nokkur öpp og forrit fyrir þá sem vilja nýta tæknina við námstækni og tímastjórnun.

Hefstu handa í byrjun spannar

5 lyklar að því að velgengni í námi (infograph)

Hér hafa verið teknir saman gagnlegir punktar um skipulag í námi í spannarkerfi ME.

Námstækni - Próftökutips!

Fyrirlestur um námstækni og próf

Hvernig lærir þú undir próf? Ertu nokkuð páfagaukur? Fullt af áhugaverðum punktum um námstækni í tengslum við námsmat og próftöku.

Námstækni - Lestur og glósur

Fyrstu skrefin í lestrar- og glósutækni

Hvernig er gagnlegast að lesa texta? Hvernig tekur maður glósur? Smelltu hér til að fræðast meira. 

Kvíði í prófum

5 leiðir til að takast á við kvíða í prófum (infograph)

Ertu að glíma við prófkvíða? Hefurðu prófað að æfa þig í eftirfarandi aðferðum?

Ertu undir miklu álagi?

5 atriði sem er alltaf mikilvægt að huga að þrátt fyrir álag (infograph)

Þrátt fyrir að álagið sé mikið þá verða þættir eins og hvíld, næring, hreyfing, slökun og skipulag ekki minna mikilvæg!

Alpha bylgjur (study music)

Tónlist sem sumir nota við lærdóm

Hefurðu prófað að hlusta á alpha bylgjur? Sakar ekki að prófa. 

Málið.is

Gagnabankar um íslenskt mál

Frábær vefur Stofnunar Árna Magnússonar sem nýtist öllum, þá sér í lagi námsmönnum. Markmið Málsins er að auðvelda rafræna leit að gögnum og fræðslu um íslenskt mál og málnotkun, me einföldum og samræmdum vefaðgangi. Vefgáttin dregur fram allar tiltækar upllýsingar um það orð sem leitað er að hverju sinni, úr öllum þeim rafrænu gagnasöfnum sem til eru um íslenskt mál og málnotkun.