Móttökuáætlanir

Mótttökuáætlun fyrir nemendur af erlendum uppruna

Í Aðalnámskrá framhaldsskóla frá árinu 2011 er kveðið á um að hver skóli skuli gera áætlun um móttöku nemenda af erlendum uppruna. Áætlun þessi gildir einnig um íslenska nemendur sem hafa búið lengi erlendis. Áætlunin tekur mið af skólanámskrá Menntaskólans á Egilsstöðum.

Úr grunnskóla í framhaldsskóla

Á hverju vori eru haldnir skilafundir milli Menntaskólans á Egilsstöðum og grunnskóla á Austurlandi þar sem fengnar eru upplýsingar um nemendur sem hyggjast sækja nám við ME. Farið er yfir námslega stöðu, félagslegar aðstæður, líðan og hvað annað sem kann að hafa áhrif á skólagöngu nemandans.

Móttökuviðtal

Að hausti er öllum nemendum af erlendum uppruna og foreldrum/forráðafólki þeirra boðið í móttökuviðtal. Í móttökuviðtalinu er farið yfir bakgrunn nemandans, styrkleika og veikleika hans og hvaða aðferðir og leiðir hafa virkað vel fyrir hann í námi hingað til. Farið er yfir möguleika í íslenskunámi en í ME er boðið upp á sérstaka íslenskuáfanga fyrir þá sem hafa íslensku sem annað tungumál.

Nemandi og foreldrar/forráðafólk fá upplýsingar um skólastarf, skólasóknarreglur, nemendaþjónustu ME, félagslíf nemenda og annað sem getur gagnast nemanda og foreldrum/forráðafólki.

Námið og skólinn

Allir nemendur hafa aðgang að nemendaþjónustu ME og þeirri þjónustu sem þar er í boði. Má þar nefna að nemendur með annað móðurmál en íslensku eiga rétt á sértækum úrræðum í námi. Þá er reynt eftir fremsta megni að útvega mentor fyrir þá nemendur sem á því þurfa að halda.

Stöðumat

Um miðbik haustannar, á spannarskilum, skal taka stöðu á gengi nemenda með annað móðurmál en íslensku varðandi námslega stöðu, almenna líðan og félagslega aðlögun í skólanum. Ef þurfa þykir eru nemandi og foreldrar/forráðafólk boðað á fund og farið yfir möguleg úrræði. Foreldrar/forráðafólk getur auk þess alltaf haft samband við fagkennara nemandans sem og nemendaþjónustu ME og óskað eftir frekari viðtölum og stuðningi. 

Menntaskólinn á Egilsstöðum
maí 2020

Mótttökuáætlun nýnema

Áætlun þessi gildir um nýnema sem eru að hefja nám í Menntaskólanum á Egilsstöðum. Sérstök áætlun gildir um nýnema og aðra nemendur af erlendum uppruna. Áætlun þessi tekur mið af skólanámskrá Menntaskólans á Egilsstöðum og verklagsreglum Nemendaþjónustu ME.

Úr grunnskóla í framhaldsskóla

Á hverju vori eru haldnir skilafundir milli Menntaskólans á Egilsstöðum og grunnskóla á Austurlandi (og úr þeim skólum sem á við) þar sem fengnar eru upplýsingar um nemendur sem hyggjast sækja nám við ME. Farið er yfir námslega stöðu, félagslegar aðstæður, líðan og hvað annað sem kann að hafa áhrif á skólagöngu nemandans. Nýnemar og forráðamenn eru hvattir til að flytja öll þau gögn frá grunnskólanum (sbr. greiningar o.fl.) sem nýst gætu nemandanum til frekara náms, til Nemendaþjónustu ME.

Innritun á starfsbrautir

Innritun inn á starfsbraut fer fram í febrúar ár hvert. Umsóknum þurfa að fylgja viðurkennd greiningargögn. Eftir að skólanum hefur borist umsókn hefur kennslustjóri starfsbrautar, í samráði við Nemendaþjónustu ME, samband við forráðafólk nemenda og því ásamt nemanda boðið á fund þar sem farið er yfir skólagönguna og í hverju sérþarfir liggja. Nemendum stendur til boða að koma í heimsóknir í skólann og fylgjast með daglegu starfi. Útbúin er tilfærsluáætlun sem unnin er hvort tveggja af umsjónarkennara úr grunnskóla og forráðafólki í samstarfi við nemendur. Nám á starfsbraut er einstaklingsmiðað. Nemendur geta útskrifast af hvaða braut sem er, allt eftir áhugasviði og getu. Í fjögur ár geta nemendur á starfsbraut notið stuðnings við að ljúka sínu námi. Meðan á námstíma stendur er áhersla lögð á reglulegt og gott samstarf við forráðafólk nemenda.

Innritun á framhaldsskólabrautir

Forinnritun fyrir tilvonandi nýnema á framhaldsskóla- og stúdentsbrautir skólans fara fram frá mars og fram í apríl ár hvert. Strax að hausti er öllum nemendum sem innritast hafa inná Framhaldsskólabraut 1 boðið, ásamt forráðafólki, í móttökuviðtal. Nemendaþjónusta skólans auk kennslustjóra framhaldsskólabrautar, sjá um að skipulag viðtalanna. Í viðtölunum er farið yfir bakgrunn nemandans, styrkleika hans og veikleika, framtíðarsýn og hvaða aðferðir og leiðir hafa virkað vel fyrir hann í námi hingað til. Nemandi og foreldrar/forráðafólk fá auk þess upplýsingar um skólastarfið, skólasóknarreglur, umsjónarkerfi skólans, Nemendaþjónustu ME og úrræði sem þar er boðið upp á, félaglíf nemenda og annað sem getur gagnast bæði nemanda og foreldrum/forráðafólki. Kennslustjóri framhaldsskólabrautar er til stuðnings fyrir nemendur eftir þörfum. Á hvorri önn eru nemendur framhaldsskólabrautar aftur boðaðir í viðtal með kennslustjóra og náms- og starfsráðgjafa þar sem staðan er tekin.

Innritun á stúdentsbrautir

Forinnritun fyrir tilvonandi nýnema á framhaldsskóla- og stúdentsbrautir skólans fara fram frá mars og fram í apríl ár hvert. Nýnemum sem innritast hafa á stúdentsbrautir ME er boðið í móttökuviðtöl ef þurfa þykir samkvæmt upplýsingum af skilafundum grunnskóla og/eða innritunargögnum. Náms- og starfsráðgjafar skipuleggja viðtöl með nemendum með dyslexíu/lestrarörðugleika og ADHD/einbeitingarörðugleika í viðtölum strax við skólabyrjun sem og félagsráðgjafi hittir nemendur sem glímt hafa við tilfinningalegar- og félagslegar áskoranir. Foreldrar eru upplýstir um viðtalið og þeim boðið að sitja viðtalið ef þeir kjósa svo. Farið er yfir framboð úrræða á vegum nemendaþjónustunnar og aðrar leiðir sem nýst gætu hverjum og einum. Tveimur til þremur vikum seinna er viðtölum fylgt eftir með tölvupósti.

Úrræði nemendaþjónustu ME

Allir nemendur skólans hafa aðgang að nemendaþjónustu ME og þeirri þjónustu sem þar er í boði. Foreldrar/forráðamenn geta auk þess alltaf haft samband við umsjónarkennara nemandans sem og beint við nemendaþjónustu ME og óskað eftir frekari viðtölum og stuðningi. Sjá frekar í verklagsreglum nemendaþjónustu.
Þau hópúrræði og örnámskeið sem m.a. annars verða í boði skólaárið 2020-2021 eru eftirfarandi:

nemthjon