Mat á námi frá öðrum skólum

Mat á námi miðast við að nemandi hafi skráð sig til útskriftar hjá Menntaskólanum á Egilsstöðum.

Slíkt mat er byggt á brautarlýsingum ME og gildir eingöngu í ME. Brautarlýsingar og áfangar eru ólík eftir skólum og þar af leiðandi getur mat á námi eingöngu gilt fyrir þann skóla og þá braut sem valin hefur verið.

Einstaklingar sem vilja skrá sig til útskriftar í ME og fá metið nám frá öðrum menntastofnunum þurfa að greiða fyrir matið samkvæmt gjaldskrá skólans.

Matsferlið:

  1. Val á útskriftarbraut frá ME.
  2. Beiðni um mat á námi frá ME.
  3. Greiðsla fyrir námsmat skv. gjaldskrá ME.
  4. Námsferill skráður hjá nemendaþjónustu ME.
  5. Námsferill yfirfarinn og tillaga gerð um framhald náms.
  6. Skráning í áfanga og til útskriftar hjá ME.
  7. Metnir áfangar skráðir í Innu-upplýsingakerfi skólans.

Einstaklingar sem stundað hafa nám við aðra skóla og hyggjast útskrifast frá þeim skulu leita þangað til að fá nám sitt metið.

Nánar um mat á námi

Nemandi sem hefur stundað nám við aðra framhaldsskóla á Íslandi fær nám sitt metið í ME með eftirfarandi hætti:
1. Sé áfangi úr öðrum skóla sambærilegur við áfanga í kjarna, brautarkjarna eða línu í ME, samkvæmt mati áfangastjóra, er áfanginn metinn í hans stað.

Meðal skilyrða við matið er að:

a) áfanginn sé skilgreindur á sama hæfniþrepi
b) efnisatriði áfangans séu að mestu leyti sambærileg

2. Áfanga sem falla utan námsbrautar nemandans má meta sem valgreinar upp að því marki sem val er skilgreint á námsbrautinni. Valáfangar eru settir á samsvarandi hæfniþrep og í upprunaskóla. Sé áfangi ekki skilgreindur á hæfniþrep metur áfangastjóri þrepið.

Mat á tónlistarnámi
Nám í viðurkenndum tónlistarskólum sem prófað er af prófanefnd tónlistarskóla er metið samkvæmt sérstökum reglum og fellur undir val í námsferli. Nám á grunnstigi er á 1. hæfniþrepi, miðstig fellur undir 2. hæfniþrep og nám á framhaldsstigi telst til 3. hæfniþreps.

Mat á námi utan framhaldsskóla
Nemandi sem hefur aflað sér þekkingar, leikni og hæfni á námskeiðum utan framhaldsskóla getur sótt um til áfangastjóra að slíkt nám sé metið til eininga. Nemandi leggur fram greinargerð um námið sem nýtist við mat á hvort það skráist sem val í námsferil og á prófskírteini. Almennt fellur slíkt nám á 1. hæfniþrep.

Mat á félagsstörfum nemenda
Fyrir störf að félagsmálum á vegum NME getur nemandi fengið að hámarki 3 einingar á önn. Félagsmálaeiningar eru færðar í námsferil nemanda sem valeiningar og raðast á 1. hæfniþrep. Formaður NME leggur rökstuddar tillögur fram til skólaráðs um úthlutun eininga á fundi í lok vorannar ár hvert. Einingabær störf á vegum NME eru:

a. Seta í stjórn NME, 0-3 einingar eftir virkni

b. formennska í félögum og klúbbum, 0-1 eining á önn eftir virkni

c. þátttaka í skipulagningu stórra viðburða á vegum NME, 0-2 einingar eftir virkni.

Skólaráð getur veitt einingar fyrir önnur störf en hér eru talin upp sé lögð fram rökstudd greinargerð þar um á skólaráðsfundi.

Mat á námi við erlenda framhaldsskóla
Nemandi sem stundað hefur nám við erlendan framhaldsskóla getur sótt um að fá það metið til eininga. Nemandi leggur fram vitnisburð úr skólanum ásamt kennsluskrá eða námskrá með efnislýsingum námsgreina/áfanga. Áfangastjóri leitast við að meta sambærilegt nám út frá gögnunum. Mat á námi í erlendum tungumálum fer fram með stöðuprófum. 

Fræðslumyndband um mat á námi 

Hér er fræðslumyndband um má á námi frá öðrum skólum. Sérlega gagnlegt til dæmis fyrir fjarnemendur.