Skólanefnd og skólaráð

Skólanefnd

Samkvæmt framhaldsskólalögum skipar menntamálaráðherra skólanefnd við framhaldsskóla til fjögurra ára í senn. Í skólanefnd sitja fimm einstaklingar, tveir skipaðir samkvæmt tilnefningum sveitarstjórna og þrír án tilnefningar. Varamenn skulu skipaðir með sama hætti. Nefndin kýs sér formann til eins árs í senn. Áheyrnarfulltrúar eru þrír með málfrelsi og tillögurétt, einn tilnefndur af kennarafundi, einn af nemendafélagi skólans og einn af foreldraráði, til eins árs í senn. Skólameistari situr fundi skólanefndar með málfrelsi og tillögurétt. Hann er framkvæmdastjóri nefndarinnar.

Hlutverk skólanefndar eru að:

a. marka áherslur í starfi skólans og stuðla að sem bestri þjónustu við íbúa á starfssvæði skólans og tengslum hans við atvinnu-, félags- og menningarlíf,
b. vera skólameistara til samráðs um námsframboð skóla,
c. staðfesta skólanámskrá að fenginni umsögn almenns skólafundar og fylgjast með framkvæmd hennar,
d. veita skólameistara umsögn um árlega starfs- og fjárhagsáætlun í samræmi við niðurstöður fjárlaga og fylgjast með framkvæmd hennar,
e. vera skólameistara til samráðs um fjárhæð þeirra gjalda sem skólameistari ákveður skv. 45. gr.,
f. vera skólameistara til samráðs um samninga sem viðkomandi skóli gerir,
g. vera skólameistara til samráðs um starfsmannamál,
h. veita ráðherra umsögn um umsækjendur um stöðu skólameistara.

Verkslagsreglur og fundarsköp fyrir skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum

Um skipan skólanefndar

Í 5. gr. laga um framhaldsskóla nr. 92/2008 segir svo:

Ráðherra skipar skólanefnd við framhaldsskóla til fjögurra ára í senn. Í skólanefnd skulu sitja fimm einstaklingar. Tveir eru skipaðir samkvæmt tilnefningum sveitarstjórna og þrír án tilnefningar. Varamenn skulu skipaðir með sama hætti. Nefndin kýs sér formann til eins árs í senn. Áheyrnarfulltrúar eru þrír með málfrelsi og tillögurétt, einn tilnefndur af kennarafundi, einn af nemendafélagi skólans og einn af foreldraráði, til eins árs í senn. Skólameistari situr fundi skólanefndar með málfrelsi og tillögurétt. Hann er framkvæmdastjóri nefndarinnar.
Í reglugerð nr. 132/1997 um skólanefndir framhaldsskóla kemur fram að fráfarandi skólanefnd heldur fullu starfsumboði þar til ný nefnd hefur verið skipuð.

Um hlutverk skólanefndar

Í 5. gr. Laga um framhaldsskóla nr. 92/2008 segir að hlutverk skólanefndar sé að:
a. marka áherslur í starfi skólans og stuðla að sem bestri þjónustu við íbúa á starfssvæði skólans og tengslum hans við atvinnu-, félags- og menningarlíf,
b. vera skólameistara til samráðs um námsframboð skóla,
c. staðfesta skólanámskrá að fenginni umsögn almenns skólafundar og fylgjast með framkvæmd hennar,
d. veita skólameistara umsögn um árlega starfs- og fjárhagsáætlun í samræmi við niðurstöður fjárlaga og fylgjast með framkvæmd hennar,
e. vera skólameistara til samráðs um fjárhæð þeirra gjalda sem skólameistari ákveður skv. 45. gr.,
f. vera skólameistara til samráðs um samninga sem viðkomandi skóli gerir,
g. vera skólameistara til samráðs um starfsmannamál,
h. veita ráðherra umsögn um umsækjendur um stöðu skólameistara.

Aðrar skyldur skólanefndar samkvæmt lögum um framhaldsskóla eru:

  • Skólanefnd veitir umsögn um umsækjendur um starf skólameistara.
  • Fundargerðir skólafundar (sem halda skal a.m.k. einu sinni á skólaári) skulu kynntar skólanefnd.
  • Fundargerðir kennarafundar (sem halda skal a.m.k. tvisvar á skólaári) skulu kynntar skólanefnd.

Jafnframt kemur fram í reglugerð nr. 132/1997 um skólanefndir í framhaldsskólum:

  • að skólanefnd sé heimilt að setja á fót sérstakar ráðgjafarnefndir sem í skulu sitja fulltrúar skóla, launþega og atvinnurekenda, í því skyni að bæta samstarf skóla og atvinnulífs í viðkomandi byggðarlagi.
  • að skólanefnd skuli staðfesta samninga sem gerðir eru um notkun heimavistarhúsnæðis utan skólatíma.
  • að skólanefnd getur stofnað sjóði við skólann með sérgreindum fjárhag. Skal um þá sett skipulagsskrá, leitað staðfestingar á henni og hún birt í Stjórnartíðindum.

Um fundarboðun
Skólameistari kallar skólanefnd saman til fyrsta fundar og stýrir kjöri formanns. Skólameistari undirbýr fundi í samráði við formann skólanefndar. Formaður skólanefndar eða skólameistari í umboði hans sér um boðun funda. Boða skal fundi skriflega (t.d. með tölvupósti) með a.m.k. 5 daga fyrirvara og í fundarboði skal tilgreina stað, tíma og dagskrá. Fundargögn skulu send út eigi síðar en tveimur sólarhringum fyrir fund.
Forfallist aðalmaður skal boða varamann í hans stað og er það á ábyrgð formanns og skólameistara.
Skólanefnd fundar a.m.k. fimm sinnum á ári og oftar ef þurfa þykir. Á haustfundi er æskilegt að setja niður fundadagskrá til næsta vors. Ef tveir eða fleiri nefndarmenn óska eftir fundi er formanni skylt að boða til fundar.

Um fundarsköp
Skólanefndarfundur er lögmætur og ályktunarbær ef meirihluti nefndarmanna situr fundinn og fundarboðun hefur verið í samræmi við reglur þessar. Afl atkvæða ræður afgreiðslu mála á skólanefndarfundi. Mál telst fallið í atkvæðagreiðslu ef atkvæði falla að jöfnu.
Formaður stýrir fundum skólanefndar. Hann setur fund, kannar lögmæti hans, stýrir umræðum og afgreiðslu erinda og slítur fundi þegar dagskrá er tæmd. Jafnframt sér formaður um að fundargerðir séu skipulega færðar og að allar ályktanir og samþykktir séu rétt og nákvæmlega bókaðar.

Um ritun fundargerða
Halda skal fundargerðir um það sem fram fer á fundum skólanefndar. Kjörinn eða ráðinn ritari færir fundargerð og er heimilt að færa hana beint í tölvu. Í henni skal koma fram hvar og hvenær fundur er haldinn, hverjir sitja hann og hvenær honum lýkur. Skrá skal einstök mál sem tekin eru fyrir, meginefni og umræður ásamt afgreiðslu nefndarinnar.
Ritari skal senda fundarmönnum rafræna fundargerð strax eftir fund og hafa þeir tvo sólarhringa til að gera athugasemdir við hana. Þegar athugasemdir hafa verið færðar inn þarf að fá endanlegt samþykki frá formanni og öðrum nefndarmönnum. Eftir það skoðast hún samþykkt og skal birtast á vef skólans innan fimm daga frá fundi. Fundargerðir skólanefndar eða tilkynningu um birtingu þeirra skal senda á skólaráð og til menntamálaráðuneytis.
Fundargerðin skal undirrituð á næsta skólanefndarfundi. Undirritaðar fundargerðir skal geyma í möppu í traustri geymslu á skrifstofu skólans. Trúnaðarmál skal færa í sérstaka trúnaðarmálabók.

Um trúnað
Skólanefndarmenn og áheyrnarfulltrúar eru bundnir trúnaði um umræður á fundum nefndarinnar og önnur atriði sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara samkvæmt samþykktum, reglum eða eðli máls. Þagnarskylda helst þótt látið sé af störfum.

Um vanhæfi
Um vanhæfi skólanefndarmanna fer almennt samkvæmt stjórnsýslulögum nr. 37/1993.
Nefndarmaður sem veit um ástæður er kunna að valda vanhæfi hans í tilteknu máli skal án tafar vekja athygli formanns á þeim. Nefndin tekur afstöðu til málsins hvort sem það er hlutaðeigandi nefndarmaður eða einhver annar sem vekur athygli á því að vanhæfisástæða sé hugsanlega fyrir hendi. Áríðandi er að afstaða sé tekin til hæfis fundarmanna áður en efnisleg umfjöllun hefst um mál. Nefndarmaður sem vanhæfur er við úrlausn máls skal yfirgefa fundarsal við meðferð þess og afgreiðslu.

Samþykkt á skólanefndarfundi 11. febrúar 2014

Skólanefnd ME frá 2022 til 2026 er skipuð eftirfarandi:

Aðalmenn

     Skúli Björn Gunnarsson
     Þuríður Lillý Sigurðardóttir
     Stefán Bogi Sveinsson
     Sigrún Birna Björnsdóttir
     Magnús Jónsson

Varamenn

     Björg Eyþórsdóttir
     Guðfinna Harpa Árnadóttir
     Þorvaldur P. Hjarðar
     Berglind Harpa Svavarsdóttir
     Kristján Ketill Stefánsson

Áheyrnarfulltrúar

     Björn Gísli Erlingsson – áheyrnarfulltrúi kennara
     Tomas Viðar Úlfarsson – áheyrnarfulltrúi nemenda
     Fjóla Orradóttir – áheyrnarfulltrúi foreldra

Starfsmenn

     Árni Ólason – skólameistari
    Jóney Jónsdóttir – kennslustjóri fjarnáms – ritari nefndarinnar
Til vara

     Þórunn Fjóla Víðisdóttir – fulltrúi kennara

Fundagerðir skólanefndar

Frá 2016 til dagsins í dag

       

      159.fundur 7.4.2022

      158. fundur 3.2.2022         

      157. fundur 25.11.2021        

      156. fundur 16.9.2021         

      155. fundur 08.06.2021

      154. fundur 25.03.2021

      153. fundur 28.01.2021

      152. fundur 26.11.2020      

      151. fundur 24.09.2020      

      150. fundur 28.05.2020

149. fundur 19.03.2020

148. fundur 30.01.2020

147. fundur 26.11.2019

146. fundur 26.09.2019

145. fundur 28.05.2019

144. fundur 19.03.2019

143. fundur 29.01.2019

142. fundur 27.11.2018

141. fundur 25.09.2018

140. fundur 31.05.2018

139. fundur 17.04.2018

138. fundur 12.12.2017

137. fundur 21.09.2017

136. fundur 15.06.2017

135. fundur 25.04.2017

134. fundur 31.01.2017

133. fundur 22.11.2016

132. fundur 20.09.2016

131. fundur 04.08.2016

Skólaráð

Í öllum framhaldsskólum eru starfandi skólaráð og er hlutverk þeirra að vera skólameistara til samráðs og aðstoðar. Úr 7 og 10. gr. í lögum um framhaldsskóla. "Skólameistari er oddviti skólaráðs sem auk hans skal skipað staðgengli hans og fulltrúum kennara og nemenda. Heimilt er að setja í reglugerð nánari ákvæði um skipan skólaráðs, verksvið þess og starfshætti" 

Skólaráð ME er kallað saman tvisvar á skólaári, í september og mars og oftar ef þurfa þykir. 

Skólaráð 2022 -2023 er skipað

Árni Ólason - skólameistari
Jóney Jónsdóttir – staðgengill skólameistara
Tomar Viðar Úlfarsson – fulltrúi nemenda
Kristín Úlfarsdóttir – fulltrúi nemenda
Cynthia Crawford – fulltrúi kennara
Dagur Skírnir Óðinsson – fulltrúi kennara

Til vara

Fjölnir Björn Hlynsson – fulltrúi kennara
Eyrún Arnardóttir – fulltrúi kennara