Inntökuskilyrði á brautir skólans

Menntaskólinn á Egilsstöðum nýtir sameiginlegt innritunarkerfi fyrir framhaldsskólana sem menntamálaráðuneyti rekur.

Ráðuneytið ákveður sameiginlegan innritunartíma tvisvar á ári, fyrir haustönn og vorönn, en að auki innritar ME nemendur á spannaskilum.
Ráðuneytið gefur út nánari viðmiðunarreglur og tímaramma um meðferð umsókna.

 

Stúdentsbrautir

Inntökuskilyrði á stúdentsbrautir skólans er hæfnieinkunn B, B+ eða A í íslensku, ensku og stærðfræði við lok grunnskóla eða sambærilegt fyrsta þreps nám í þessum greinum.

Framhaldsskólabraut

Engar kröfur eru gerðar um lágmarkseinkunnir úr grunnskóla til að hefja nám í áföngum á framhaldsskólabraut 1. Þeir nemendur sem fá D í tveimur af ofangreindum námsgreinum innritast á framhaldsskólabraut 1. 

Inntökuskilyrði á framhaldsskólabraut 2 eru að nemandi hafi fengið að lágmarki C í íslensku, ensku og stærðfræði við lok grunnskóla eða sambærilegt fyrsta þreps nám í þessum greinum. Við innritun á framhaldsskólabrautir er umsögn frá grunnskólum jafnan höfð til hliðsjónar.

Starfsbraut

Inntökuskilyrði á starfsbraut er að nemendur hafi viðurkennd greiningargögn. Brautin er ætluð nemendum sem hafa verið í sérdeildum eða námsverum í grunnskóla, hafa haft aðlagað námsefni og/eða þurfa stuðning af öðrum toga.

Röðun í áfanga Skólaeinkunn í ensku, íslensku og stærðfræði  Námsbraut í ME 
Aðlagað námsefni Viðurkennd greiningargögn Starfsbraut
Upprifjun D Framhaldsskólabraut 1
Fyrsta þrep C og C+ Framhaldsskólabraut 2
Annað þrep A, B+ og B Stúdentsbraut