Aðstaða til tónlistariðkunar

Tónlistarherbergi

Í heimavistarhúsi ME er tónlistarherbergi til afnota fyrir nemendur. Tónlistarherbergið heitir Sönghofsdalur. Tónlistarklúbbur NME æfir meðal annars í herberginu og nemendur sem stunda hljóðfæranám hafa tækifæri til að æfa sig í aðstöðunni. Þetta er einnig hugsað fyrir þá sem vilja berja saman hljómsveit og troða upp innan skólans sem utan. Þarna er smátt og smátt að byggjast upp aðstaða með trommusetti, mögnurum og söngkerfi sem allir nemendur skólans hafa aðgang að með þeim fyrirvara að ganga vel um.