Áföll og ofbeldi

Hjálparsími Rauða krossins

1717 - hjálparsíminn eða netspjall

Ekkert vandamál er of stórt eða lítið fyrir Hjálparsímann 1717 og netspjall Rauða krossins en árlega berast um 15 þúsund mál inn á borð 1717 sem eru jafn ólík og þau eru mörg. Hjálparsíminn er alltaf opinn, trúnaði og nafnleynd er heitið og hann er ókeypis.

Þolendur ofbeldis á Austurlandi

Upplýsingavefur HSA

Yfirlitssíða HSA yfir hvert þolendur ofbeldis geta leitað. Þolendur ofbeldis geta fengið aðstoð og aðhlynningu á heilsugæslu eða Umdæmissjúkrahúsi Austurlands í Neskaupstað. Neyðarmóttaka fyrir þolendur kynferðisofbeldis á Austurlandi er staðsett í Umdæmissjúkrahúsi Austurlands á Neskaupsstað. Ljósmóðir er á vakt allan sólarhringinn í síma 860684. 

Aflið

Samtök fyrir þolendur ofbeldis

Aflið - Akureyri byggir á forsendum þolenda kynferðislegs ofbeldis og/eða heimilisofbeldis.Aflið veitir ráðgjöf til einstaklinga 18 ára og eldri undir handleiðslu sérfræðings þar sem er unnið eftir hugmyndafræði um hjálp til sjálfshjálpar. Einstaklingar geta valið um að koma í húsnæði Aflsins á Akureyri, Blönduósi, Húsavík, Egilsstöðum eða Reyðarfirði til þess að fá ráðgjöf en það er einnig hægt að bóka fjarviðtöl og símaviðtöl. Hér má bóka samtöl. 

Stígamót

Grasrótarsamtök

Stígamót eru grasrótarsamtök sem berjast gegn kynferðisofbeldi og veita aðstoð fyrir fólk sem hefur verið beitt kynferðisofbeldi. Meginmarkmiðin með stofnun Stígamóta eru annars vegar að þau séu staður, sem konur og karlar, sem beitt hafa verið kynferðisofbeldi, geti leitað til, fengið stuðning og deilt reynslu sinni með öðrum, sem einnig hafa verið beittir slíku ofbeldi eða þekkja það vel.

Píeta samtökin

Forvarnarstarf gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða

Píeta samtökin sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur. Boðið er upp á viðtöl fyrir 18 ára og eldri. Til samtakanna geta leitað einstaklingar og aðstandendur sem vilja fá hjálp og viðtal hjá fagfólki. Meðferðin er skjólstæðingum að kostnaðarlausu. 

BERGIÐ headspace

Stuðnings- og ráðgjafarsetur

Bergið er stuðnings- og ráðgjafasetur fyrir ungt fólk upp að 25 ára aldri. Markmið Bergsins er að bjóða upp á lágþröskuldaþjónustu með áherslu á stuðning, fræðslu og ráðgjöf.

Sjúkást.is

Forvarnir gegn ofbeldi

Sjúkást er verkefni á vegum Stígamóta. Verkefninu er ætlað að vera forvörn gegn ofbeldi með því að fræða ungt fólk um mörk og samþykki.Markmiðið er að ungmenni þekki muninn á heilbrigðum, óheilbrigðum og ofbeldisfullumsamböndum. Vefsíðan inniheldur auðlesnar upplýsingar um ýmislegt sem viðkemur samböndum ungs fólks. 

Um ofbeldi í nánum samböndum

Vefur 112

Ofbeldi er þegar einhver gerir eitthvað sem viljandi meiðir þig eða lætur þér oft líða illa. Það kallast ofbeldi í nánu sambandi eða heimilisofbeldi þegar sá sem beitir ofbeldinu er skyldur eða tengdur þér, til dæmis maki, fyrrverandi maki, fjölskyldumeðlimur eða umönnunaraðili. Ofbeldi getur átt sér stað óháð kyni, aldri, kynhneigð eða hverju öðru. Hér er hægt að lesa nánar um ofbeldi í nánum samböndum. 

Umfjöllun um andlegt og félagslegt ofbeldi

Heilsuvera.is

Umfjöllun um birtingarmyndir andlegs og/eða félagslegs ofbeldis. 

Taktu skrefið

Átt þú í vanda með kynferðislega hegðun?

Taktu skrefið er úrræði fyrir fólk sem hefur áhyggjur af kynferðislegri hegðun sinni eða hefur beitt kynferðisofbeldi. Þar starfar hópur sálfræðinga með sérþekkingu á þessu sviði og aðstoða ungmenni og fullorðna.

ACE spurningalistinn

Áhrif áfalla í æsku

Í þessum litla bæklingi, sem byggir á rannsókninni Adverse Childhood Experiences (ACE), er athygli vakin á áhrifum erfiðra uppvaxtarskilyrða og áfalla í æsku á heilsu og velsæld síðar á ævinni. Smelltu hér til að skoða ACE-listann. Við hvetjum alla þá sem vilja ræða niðurstöðurnar frekar, til að snúa sér til félagsráðgjafa nemendaþjónustunnar, læknis eða annarra aðila sem hann treystir. 

Hvað er áfallastreituröskun?

Kvíðameðferðarstöðin

Eðlilegt er áföll hafi áhrif á fólk og að það taki tíma að jafna sig. Áfallastreituröskun er því aðeins greind jafni fólk sig ekki með tíð og tíma. Hér er áfallastreitustreituröskun lýst en fólk getur haft gagn af því að vinna úr áföllum sem það hefur ekki fyllilega komist yfir, þótt það uppfylli ekki viðmið um um áfallastreituröskun.

Hvað er flókið áfall?

Leiðbeiningarrit fyrir ungt fólk og fyrir þá sem annast þau

Fræðslusafn fyrir unglinga sem hafa sjálfir upplifað eða þekkja þá sem hafa upplifað flókin áföll. Börn, unglingar og yngra fólk getur því sjálft skoðað upplýsingarnar í fræðslusafninu til að hjálpa við að skilja þessa upplifun og skilja betur hvað er eða getur verið fólgið i henni.

Sorgarmiðstöð

Stuðningur - samkennd - virðing - von

Markmið Sorgarmiðstöðvar er að styðja við syrgjendur og alla þá sem vinna að velferð þeirra. Starfsemin lýtur fyrst og fremst að stuðningi, ráðgjöf, upplýsingaþjónustu og fræðslu. Sorgarmiðstöð er öllum opin.

Tíu staðreyndir um sorg

Ljónshjarta.is

Umfjöllum um sorgina á vefnum www.ljonshjarta.is sem eru samtök til stuðnings yngra fólki (20-50 ára) sem misst hefur maka og börnum þeirra. Þau voru stofnuð 28. nóvember 2013.

Samantekt um greinar um sorg

Birta landssamtök

Yfirlit yfir gagnlegar greinar um sorg á vef Birtu, landssamtaka foreldra/forráðamann sem misst hafa börn/ungmenni skyndilega. Tilgangur samtakanna og markmið er að standa fyrir fræðslu og ýmsum viðburðum á landsvísu, fyrir syrgjandi foreldra og fjölskyldur þeirra. Samtökin standa einnig fyrir árlegur hvíldardögum fyrir foreldra/forráðamenn með endurnærandi hvíld að leiðarljósi.

Að styðja vin í sorg

Gagnlegar upplýsingar á vef Áttavitans

Þegar maður gengur í gegnum sorgarferli eru vinir það besta sem maður á. Stuðningur þeirra og rétt viðbrögð geta skipt sköpum til að vinna sig í gegnum sorgarferlið.

Missir

Podcast/hlaðvarp

Í hlaðvarpsþáttunum "Missir" er rætt við fólk sem hefur upplifað missi á einn eða annan hátt.

Kvennathvarfið

Dvöl - viðtöl - fræðsla

Konur og börn þeirra geta dvalist í athvarfinu þegar dvöl í heimahúsum er þeim óbærileg vegna ofbeldis af hálfu maka eða annara heimilismanna. Athvarfið er einnig fyrir konur sem hefur verið nauðgað og fyrir konur sem eru þolendur mansals.

Barnahús

Barnaverndarstofa

Barnahús sinnir málefnum barna sem grunur leikur á að hafi sætt kynferðislegri áreitni eða ofbeldi. Barnaverndarnefndir bera ábyrgð á vinnslu slíkra mála og geta óskað eftir þjónustu Barnahúss. Börn og foreldrar þeirra geta með tilvísun barnaverndarnefnda fengið alla þjónustu á einum stað sér að kostnaðarlausu.

Barnaverndartilkynningar

Viltu tilkynna um aðstæður barns?

Upplýsingasíða Barnaverndarstofu um barnaverndartilkynningar.