Nemendafélag Menntaskólans á Egilsstöðum, eða NME eins og það er jafnan kallað, er stýrt af 11 manna nemendaráði: Formanni, varaformanni, fjármálastjóra, skemmtanastjóra, meðstjórnanda, ritstjóra skólablaðs, formanni íþróttafélags, formanni leiklistarfélags, formanni tónlistarráðs, formanni málfundafélags og fulltrúa nýnema. NME er mjög virkt félag. Allri starfsemi félagsins er haldið úti af nemendum, með stuðningi frá skólanum.
Í 39. gr. framhaldsskólalaga segir:
„Í hverjum framhaldsskóla skal starfa nemendafélag. Nemendafélag vinnur m.a. að félags-, hagsmuna- og velferðarmálum nemenda. Það setur sér reglur um skipan, starfssvið og starfshætti. Nemendafélög starfa á ábyrgð skóla. Nemendafélögum skal búin aðstaða til starfsemi sinnar. Framhaldsskólum er heimilt að styrkja starfsemi nemendafélaga fjárhagslega og skal bókhald þeirra háð sömu endurskoðun og aðrar fjárreiður framhaldsskóla".
Nemendaráð 2023-2024
Í nemendaráði skólaárið 2023-2024 sitja:
- Sebastían Andri Kjartansson - Formaður NME
- Krista Þöll Snæbjörnsdóttir - Varaformaður
- Hekla Pálmadóttir - Formaður Leikfélags ME
- Sigrún Ólafsdóttir - Meðstjórnandi
- Dögun Óðinsdóttir - Formaður Tónlistafélags ME
- Daníel Friðrik Björgvinsson - Ritstjóri
- Grímur Ólafsson - Skemmtanastjóri
- Emma Rós Ingvarsdóttir - Formaður Málfundafélags ME
- Benjamín Sölvi Sigurðsson - Nýnemafulltrúi
- Emilio Sær Ægisson - Formaður Íþróttafélags ME
- Sigurásta Guðbjörg Ólafsdóttir - Gjaldkeri
Félög innan NME og helstu viðburðir
Eftirfarandi félög/klúbbar starfa innan NME: 
LME - Leiklistarfélag ME (LME á instagram)
TME - Tónlistarfélag ME
ÍME - Íþróttafélag ME
MME - Málfundafélag ME ( MME á Instagram)
ME esports - Rafíþróttafélag ME (ME esports á Instagram)
Kindsegin - Hinseginfélag ME
Ritnefnd - Ritnefnd skólablaðsins
Félögin eru misvirk milli ára en hafa öll sínu hlutverki að gegna. Áhugasamir nemendur geta alltaf haft samband við nemendaráð eða forvarna- og félagsmálafulltrúa ME ef vilji stendur til að koma upp nýjum félögum eða klúbbum.
Böll á vegum NME
- Nýnemaball
- Þemaball
- Lokaball
- Barkaball
- 1. des ball
|
Íþróttaviðburðir á vegum ÍME
- ME bolti
- Áramótin
- Bæjarins bestu
- Frís (framhaldsskólaleikarnir í rafíþróttum)
|
Listviðburðir á vegum TME og LME
- Barkinn
- Tónleikar
- Leiksýning ME
|
Þáttaka MME í viðburðum
|
Aðrir viðburðir yfir skólaárið á vegum NME
- Nýnemavígsla
- Árshátíð skólans 1. des
- Miðvikudagsviðburðir á sal
- Gleðidagar fyrir böll
- Útgáfa ritnefndar á skólablaðinu ÓKINDIN
|
|
Ókindin
Ritnefnd ME gefur út skólablað á hverju ári sem ber nafnið Ókindin. Hér er hægt að nálgast þau blöð sem skólinn hefur rafrænan aðgang að
Ókindin 2019-2020
Ókindin 2015-2016