Mat á félagsstörfum

Reglur um veitingu eininga fyrir störf á vegum Nemendafélags Menntaskólans á Egilsstöðum

Einingabær störf:

Einingar eru miðaðar við vinnuframlag hvers og eins. Að jafnaði liggja 20 klst. á bak við hverja einingu.

  • Seta í stjórn NME:  1-4 einingar á önn eftir virkni.
  • Formennska í virkum félögum og klúbbum á vegum NME: 1-2 einingar á önn eftir virkni.
  • Störf við uppsetningu leiksýninga á vegum LME: 1-5 einingar.
  • Þátttaka í og undirbúningur fyrir “Gettu Betur” keppni: 1-4 einingar á ári.
  • Söngvarakeppni – Barkinn: 1-4 einingar fyrir hljómsveit og undirbúning viðburðar.
  • Þátttaka í skólakór: 1-3 einingar á skólaári.
  • Fyrir störf að félagsmálum á vegum NME getur nemandi fengið að hámarki 4 einingar á önn. Félagsmálaeiningar eru færðar í námsferil nemanda sem ótilgreint val (ÓTV).

Ekki eru veittar einingar fyrir launuð störf á vegum NME eða skólans.
Formaður NME gerir rökstuddar tillögur til skólaráðs um úthlutun eininga samkvæmt ofanskráðu á síðasta skólaráðsfundi hverrar vorannar.
Skólaráð getur veitt einingar fyrir önnur félagsmálastörf en talin eru upp að ofan enda leggi formaður NME fram skriflega greinargerð þar um fyrir skólaráð.

Samþykkt á Skólaráðsfundi 6. febrúar 2018