Boðleiðir

Boðleiðir ábendinga og athugasemda

Ef nemandi treystir sér ekki til að ræða við kennara sinn um mál sem varða nám hjá viðkomandi kennara eða telur sig ekki fá viðeigandi úrlausn eftir að hafa rætt við kennarann getur hann snúið sér til umsjónarkennara eða starfsmanna nemendaþjónustu (NÞME).

Ábendingar vegna tilhögunar kennslu, efnisyfirferðar, námsmats eða að kennsluáætlun er ekki fylgt berist beint til skólameistara. Sama á við aðrar ábendingar/kvartanir vegna kennara/starfsmanna svo sem vegna framkomu þeirra.

Ferli ábendinga frá sjónarhóli nemenda

Ábendingar vegna

- kennara eða stjórnenda: Skólameistari, NÞME
- prófa og próftöflu: Áfangastjóri, kennslustjóri fjarnáms
- prófa og endurmats: Skólameistari, áfangastjóri
- annarra starfsmanna en kennara: Skólameistari, NÞME
- annarra nemenda: NÞME, fulltrúar í eineltisteymi
- tækja og búnaðar: Umsjónarmaður tölvumála, skrifstofustjóri
- aðstöðu: Skólameistari, umsjónarmaður fasteigna
- skólagjalda: Fjármálstjóri, skólameistari
- viðveruskráningar (í INNU): Viðkomandi kennari, áfangastjóri
- skólareglna (t.d. skólasóknarreglna): Áfangastjóri, skólameistari, NÞME
- heimavistarmála: Skólameistari, húsfreyja heimavistar, NÞME
- mötuneytis ME: Skólameistari, formaður heimavistarráðs, matráður, gjaldkeri
- skólameistara: Fulltrúar nemenda í skólaráði og/eða skólanefnd
- eineltis: Fulltrúar í eineltisteymi, umsjónarkennarar, starfsmenn NÞME 

Ferli ábendinga frá sjónarhóli foreldra/forráðamanna

Ábendingar vegna

- kennara eða stjórnenda: Skólameistari
- prófa og próftöflu: Áfangastjóri, kennslustjóri fjarnáms
- pófa og endurmats: Skólameistari
- annarra starfsmanna en kennara: Skólameistari
- annarra nemenda: NÞME, fulltrúar í eineltisteymi
- tækja og búnaðar: Umsjónarmaður tölvumála, skrifstofustjóri
- aðstöðu: Skólameistari, umsjónarmaður fasteigna
- viðveruskráningar (í INNU): Umsjónarkennari, viðkomandi kennari, áfangastjóri
- skólareglna (t.d. skólasóknarreglna): Áfangastjóri, skólameistari, NÞME
- heimavistarmála: Skólameistari, húsfreyja heimavistar
- mötuneytis: Skólameistari, forstöðumaður mötuneytis (vegna matseldar), gjaldkeri (vegna gjalda)
- skólameistara: Mennta- og menningarmálaráðuneyti
- eineltis: Fulltrúar í eineltisteymi, umsjónarkennarar, starfsmenn NÞME.

Ferli ábendinga frá sjónarhóli kennara/starfsmanna

Ábendingar vegna

- prófa og próftöflu: Áfangastjóri
- stundatöflu: Áfangastjóri
- nemenda – agamál: Skólameistari, kennslustjórar starfs- og framhsk.br.
- nemenda – mætingar/ástundun: Áfangastjóri, NÞME
- nemenda – verkefnaskil/námsárangur/námsörðugleikar: NÞME
- nemenda – barnaverndarmál: NÞME
- annarra starfsmanna: Skólameistari
- stjórnenda: Trúnaðarmenn
- vinnuaðstöðu: Skólameistari, umsjónarmaður húsa
- eineltis: Fulltrúar í eineltisteymi, umsjónarkennarar, starfsmenn NÞME
- tækja og búnaðar: Kerfisstjóri (tölvur, prentarar, skjávarpar, myndavélar, hljómtæki, sjónvörp), kennslustjóri fjarnáms (fjarfundabúnaður).