Erlent samstarf og Erasmus verkefni

Við Menntaskólann á Egilsstöðum hefur frá upphafi verið lögð áhersla á samstarf við erlenda skóla. Helsta markmið þeirrar samvinnu er að víkka sjóndeildarhring nemenda og bæta tungumálakunnáttu þeirra. Með þátttöku í erlendum samstarfsverkefnum kynnast kennarar einnig nýjum aðferðum í kennslu. Meðal verkefna sem hefur verið sinnt í gegn um árin eru nemendaskipti við Max-Planck-Gymnasium í Trier í Þýskalandi, heimsóknir til Færeyja og nokkur Evrópuverkefni. Yfirstandandi verkefni heitir Management game for future European managers.

ME er einnig með verkefni í samstarfi við Erasmus+ sem heitir F:ire&ice - Útivist og sjálfsefling. Um er að ræða 5 eininga útivistaráfanga. Áfanginn er hluti af Erasmus+ ungmennaskiptaverkefni, sem unnið er í samstarfi Menntaskólans á Egilsstöðum, Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands og írsku ungmennasamtakanna YMCA. Útivistaráfanginn hefur þá sérstöðu að megináherslur hans eru á að efla sjálfsþekkingu nemenda, trú á eigin getu, samskiptahæfni og tengsl þeirra við náttúruna og sjálfan sig. Hugmyndafræði F:ire&ice byggir á náttúrumeðferð, reynslunámi, jákvæðri sálfræði, styrkleikaþjálfun, áskorunum og ævintýrum. Sjá nánar neðar á þessari síðu.

Erasmus hópur á Íslandi 2019

Erasmus plus verkefni 2018- 2021 - Management game for future European managers

Menntaskólinn á Egilsstöðum stýrir Erasmus plus samstarfsverkefni við skóla frá Spáni, Hollandi, Ítalíu og Finnlandi undir yfirskriftinni "Management game for future European managers". Verkefnið tekur 36 mánuði og hófst á haustönn 2018 með upphafsfundi á Ítalíu. Verkefnið snýst í grunninn um að nemendur læra að stofna fyrirtæki, allt frá því að kynna sér lagalega þætti þess, vinna hugmyndavinnu og búa til viðskiptaáætlun. Með því að taka þátt gefst nemendum frábært tækifæri til að víkka sjóndeildarhringinn, læra nýja hluti og kynnast jafnöldrum sínum og menningu víða um Evrópu. Í hverri heimsókn búa erlendir nemendur heima hjá nemendum í heimaskóla á meðan á dvölinni stendur auk þess sem farið er í margs konar ferðir og fjölbreyttrar afþreyingar notið.Ítalía 2019

Næsta heimsókn er til Hollands vor 2020 (frestað vegna Covid 19) og verkefnið endar í Finnlandi vor 2021, en í hverja heimsókn fara 3 nemendur og 2 kennarar.

Verkefnisstjóri alþjóðasamskipta við skólann er Dagur Skírnir Óðinsson.

Heimsókn til Ítalíu í febrúar 2019

Í fyrstu heimsókn verkefnisins fóru þær Sigurlaug Eir, Ísabella og Julia ásamt þeim Lóu og Degi.Ítalía 2

Markmið heimsóknarinnar var að kynna sér ólík lög sem mikilvægt er að hafa í huga þegar fyrirtæki eru stofnuð. Öll sú vinna gekk að óskum og stóðu nemendur okkar sig ákaflega vel. Nemendurnir dvöldu í Vareseen, ýmislegt skemmtilegt var gert og fóru nemendur bæði til Turin og Milan.

Ísland maí 2019

Í byrjun maí komu 8 kennarar og 15 nemendur frá Hollandi, Spáni, Ítalíu og Finnlandi í heimsókn til okkar. Markmiðið var að nemendurnir áttu að koma með hugmynd að appi til þess að vinna að og skapa fyrirtæki í kringum. Fyrir heimsóknina hafði hvert land útbúið eina hugmynd og voru þær kynntar en sú íslenska varð hlutskörpust í kosningu meðal nemenda. Okkar nemendur höfðu teiknað upp hugmynd að smáforriti sem mælir kolefnisfótspor einstaklinga og býður upp á ráð til að draga úr því og til að kolefnisjafna fótsporið.Erlendir gestir

Að auki var margt skemmtilegt brallað, m.a. fóru bæði nemendur og kennarar til Seyðisfjarðar, í Óbyggðasetrið í Fljótsdal auk þess sem Fljótsdalshérað var rækilega kynnt fyrir þeim.

Spánn nóvember 2019

Í nóvember fóru þau Sturlaugur, Heiðrún Anna og Almar til Dos Hermanos sem er staðsett rétt við Sevilla í Andalúsíuhéraði en með þeim fóru þau Rannveig og Árni F.Spánn 2019

Tilgangur ferðarinnar var að búa til viðskiptaáætlun fyrir appið sem var þróað í heimsókninni á Íslandi. Þar stóðu íslensku nemendurnir sig vel en til að æfa sig að gera viðskiptaáætlun höfðu þau greint Vök Baths.

Á Spáni var ýmislegt fleira gert en að vinna að verkefninu og fóru nemendur og kennarar í heimsókn í háskóla í Sevilla, kíkt var til Cubo og Alcazar ásamt því að njóta lífsins í nokkuð góðu veðri.

About the assignment in english

Menntaskólinn á Egilsstöðum manages the Erasmusplus project “Management Game for Future European Managers”. Our partnership includes schools from Spain, Holland Italy and Finland. The project began in the fall of 2018 with a meeting in Italy and will run for 36 months.Spánn 2019

The basis of the project is creating a mock-up company, which entails learning about the legal processes for starting a company in each of the partner countries, working together on product ideas, the elements of creating a business plan, as well as how to advertise and market a company and a product.

Working on the project gives students a wonderful opportunity to expand their horizons while learning new things and meeting peers from different cultures over Europe.

In the beginning of 2019, three students travelled with two teachers to Italy to being work on the project and in May 15 students and 8 teachers visited Egilsstaðir.

Each visit entails the visiting students being billeted by families of the hosting country, where they become familiar with the local culture and make new friends. There are also several activities and short trips arranged for the guests when not working directly on the project.

The next visit is to Spain in the fall of 2019, to Holland in the spring of 2020 and to Finland in the spring of 2021. Three students and two teachers attend each meeting.

Eldri verkefni

Comeniusverkefni 2010-2012: "Young Europeans Make a Greener Europe"

Comenius-samstarfsverkefnið "Young Europeans Make a Greener Europe" snýst um að auka vitund nemenda á ábyrgð sinni í orkunotkun og hvernig þeir geta dregið úr kolefnisspori sínu, m.a. með því að bera sig saman við nemendur frá öðrum þátttökulöndum. Þátttakendur kynna sér reglur Evrópusambandsins um orkunotkun og kolefnislosun og fjalla um endurvinnslu og endurnýtingu.
Nemendur miðla upplýsingum og vinna verkefni milli landanna og hittast í heimsóknum í öllum þátttökulöndunum. Þau læra að virða mismunandi skoðanir og aðstæður en vinna að sama markmiði.

Í verkefninu eru ýmsar faggreinar samþættar, s.s. náttúrufræði, félagsfræði og tungumál. Með því móti gefst mörgum kennurum í hverjum skóla, og fjölbreyttum hópi nemenda, kostur á að taka þátt í verkefninu.
Nemendur fá einnig góða þjálfun í notkun upplýsingatækni sem ýtir undir og aðstoðar samskipti þeirra.
Samstarfstungumál verkefnisins er enska.

F:ire&ice - Útivist og sjálfsefling

Það sem F:re&ice felur í sér er eftirfarandi:

  • -Útivistarnámskeið í ME þar sem unnið verður með útivist og sjálfseflingu. Námskeiðið fer fram innan og utan skólatíma (helgarferð í óbyggðir) frá miðri fyrri haustspönn og fram á vor. Hópurinn hittist kl 15-17 á miðvikudögum.
  • -Vikulanga ferð til Írlands í lok maí, þar sem við hittum hóp írskra ungmenna og tökumst á við ýmsar áskoranir og ævintýri með þeim í írskri náttúru EF ástandið í heiminum leyfir.
  • -Vikulanga ferð um óbyggðir Austurlands, uppúr miðjum ágúst, ásamt írskum ungmennum EF ástandið í heiminum leyfir. Annars verður farið í innanlandsævintýri.

Öllum áhugasömum nemendum ME er velkomið að sækja um að taka þátt í verkefninu, en valið verður úr umsóknum, því verkefnið rúmar aðeins 12 nemendur og 4 pláss eru þegar skiptuð af nemendum sem halda áfram frá fyrra ári.

Þátttaka er þátttakendum að kostnaðarlausu enda er verkefni styrkt af Erasmus+

Umsóknir skal má nálgast hér. Umsóknir berist fyrir 5. september 2020 til Hildar félagsráðgjafa á netfangið hildur@me.is.

Þangað má líka senda allar mögulegar og ómögulegar fyrirspurnir um verkefnið en Hildur veitir allar frekari upplýsingar með afar glöðu geði.

Kostar þetta eitthvað fyrir þátttakendur?

Nei, Erasmus+ styrkir verkefnið þannig að ferðakostnaður og uppihald í ferðunum er greitt. Menntaskólinn fékk styrk úr Lýðheilsusjóði til að fjármagna undirbúningsnámskeiðið sem við förum í gegnum hérna heima í vetur svo það er líka dekkað. Þátttakendur gætu þó þurft að útvega sér búnað eins og gönguskó og hlý föt.

Þarf maður að vera rosa útivistartýpa og brjálað fit til að vera með í þessu verkefni?

Öhhh NEI, þátttakendur mega svo sem alveg vera fit og með útivistaráhuga, það skaðar ekki EN þetta verkefni er ekki síst ætlað fyrir þá sem vilja bæta líkamlega og andlega heilsu og við notum útivist og ýmislegt fleira til þess. Byrjum á byrjuninni og vinnum okkur upp. í löngu ferðunum okkar bæði á Íslandi og Írlandi munum við klárlega takast á við líkamlegar og andlega áskoranir en við munum undirbúa okkur vel og þess vegna er útivistarnámskeiðið hérna heima mjög mikilvægt.

Af hverju þessi áhersla á sjálfsþekkingu og allt það, af hverju ekki bara útivist?

SKO við viljum alveg sérstaklega að þetta verkefni styðji við þá nemendur sem eru að glíma við einhverskonar áskoranir í lífinu og verði til þess að þeir öðlist bætta sjálfsímynd, fái skýrari sín á eigin styrkleika, getu, tækifæri og fegurðina í lífinu. Verkefnið er sniðið að þörfum slíkra nemenda og við munum í gegnum allt verkefnið vinna mjög markvisst að þessum þáttum. Þetta er auðvitað prógramm sem gagnast öllum og það geta sannarlega allir sótt um, en við horfum alveg til þess þegar við veljum þátttakendur, að þetta geti sannarlega nýst þeim og elft þá í því sem þeir eru að takast á við í daglegu lífi. Þetta á ekki bara að vera geggjað gaman heldur líka lærdómsríkt og þroskandi.... og geggjað gaman

Hefur eitthvað svona verið gert áður?

Já heldur betur. Ég starfaði áður sem framkvæmdastýra Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands og þá tók ég þátt í margskonar Erasmus+ verkefnum. Eitt þeirra var að forma og stýra ungmennaskiptaverkefni með áherslu á útivist og hreyfingu með frábærum írsku ungmennasamtökunum YMCA. Þar varð F:ire&ice til og 2016 tók hópur austfirskra ungmenna á móti hópi írskra ungmenna hér á Egilsstöðum og eyddum með þeim ævintýralegri viku, ýmist á fjöllum eða lálendi. Þar sem unnið var með hreyfingu, heilsueflingu, útivist og menningu

Vorið 2017 fórum við svo með austfirska hópinn okkar og hittum vini okkar í Cork á Írlandi, þar vörðum við viku við leiki og störf sem öll lutu að sömu áhersluþáttum og í fyrri ferðinni á Íslandi.

Þetta var ótrúlega skemmtilegt verkefni og þarna sáum við ungt fólk sannarlega blómstra við aðstæður sem eru alla jafna ekki í boði í t.d. almennu skólakerfi.

Við skipuleggjendur verkefnisins lærðum mikið á þessari reynslu og ákváðum strax að þetta vildum við gera aftur. Þau fyrirheit eltu mig hingað, þegar ég skipti um starf og kom í ME. Eftir miklar pælingar um áherslur og útfærslur, endalaus skýrslu- og styrkjabeiðnaskrif þá erum við komin með nýtt F:ire&ice verkefni sem byggir á grunni þess gamla en við hefur þó bæst ýmislegt nýtt s.s. áhersla á náttúrumeðferð, styrkleikaþjálfun, ýmis verkfæri úr jákvæðri sálfræði og fleira og fleira.

Á síðasta skólaári var boðið uppá svona útivistarnámskeið hér í ME með frábærum árangri. Við komumst reyndar ekki til Írlands vegna Covid-19 en lærðum alveg ótrúlega margt um sjálf okkur, náttúruna og lífið í þessum áfanga. Upplifðum allskonar áhugavert, skógargöngur, skauta, gönguskíði, varðeldakósý, rathlaup, allskonar náttúrumeðferðarpælingar, fjallgöngur, fórum í Óbyggðasetrið og enduðum á því að taka 5 daga göngu um Víknaslóðir sem var gjörsamlega mögnuð upplifun!

Fær maður einingar fyrir að taka þátt?

JÁ þetta verkefni er metið til 5 eininga hér í ME.

Umsagnir nemenda í útivistarnámskeiðinu veturinn 2019-2020

Námskeiðið er í raun þriggja laga. Ysta lagið felst í því að hópur einstaklinga úr skólanum hittist reglulega og hreyfir sig (skemmtir sér) saman utandyra. Miðju lagið felst í því að hópurinn (sem þekkist annars frekar takmarkað) kynnist vel og lærir á hvort annað og þaning eykur samskipta- og samvinnuhæfileika sína. Innsta lagið (sem mætti ef til vill telja það mikilvægasta) er að einstaklingarnir dýpka skilning sinn á sjálfum sér og læra á styrk- og veikleika sína ásamt því að læra að nota náttúruna sem hjálpatæki í erfiðum aðstæðum/hugsunum. Lögin fléttast síðan saman og úr verður skemmtilegt, en krefjandi og erfitt, ferðalag.

Í þessum áfanga færðu bæði hreyfingu sem eykur gleði og gaman. Einnig lærir maður að svara flóknum spurningum sem munu styrkja þig fyrir framtíðina. Þú lærir að treysta hinum í áfanganum og gerir allskonar skemmtilegar traust æfingar eða aðrar æfingar sem styrkja hópinn í heild.

 

Ég lærði að það er mun betra að hugsa í lausnum frekar en í hindrunum. Þetta er eitthvað sem ég veit að mun nýtast mér vel í lífinu.

Ég fór að hreyfa mig meira og sjá hreyfingu sem góðan hlut en ekki eitthvað slæmt sem ég nennti alls ekki að gera.

 

Þú kynnist fólk sem gæti verið að glíma með svipuð vandamál og þú sjálfur, finnur eitthvað sameiginlegt með fólk sem þú myndir aldrei hafa grun um að þau væri með svipuð vandamál og erfiðleika. Einnig gefur námskeiðið áskorun með að svara spurning sem maður myndi aldrei detta í hug sjálfur, sem hjálpar við að skilja sjálfan sig betur.

Ég lærði margt og mikið en það sem stendur upp úr er að hugsa og hlusta áður en ég tala. Ekki bæla niður en bara passa hvað ég segi. Ég á það til að vera mikið en ég kann að temja það núna. Ég uppgötvaði ekki þennan styrkleika núna en ég gat notað hann, ég notaði leiðtoga styrkleikann minn og hann hjálpar til í samvinnu.

 

Á léttari nótum þá lærði ég einnig að ég lifi fyrir útiveru í hvaða formi sem hún er. Skemmtilegast finnst mér sennilega að labba úti í sveit (ekki á möl eða malbiki) og að bardúsa eitthvað (mála, smíða, setja eitthvað drasl saman etc.). En sko já þetta mun hafa mikið áhrif á hvernig ég lifi lífinu. Mikil. Hugsa að ég verði óþolandi á endanum. Mig langar í kajak!

Útivera er líka orðin að go-to hlut þegar að mér líður illa og þarf útrás. Í stað þess að kýla veggi (hef prófað það) eða berja handlóði í hausinn minn (prófað það líka) þá er útiveran komin í staðinn. Hún hlýtur að vera heilnæmari.

Að njóta náttúrunnar meira, að vera ekki alltaf að hanga heima heldur fara og skoða það sem er í kringum mig. Maður hefur bara eitt líf, um að gera að nýta þennan tíma í að prófa hluti þótt þeir virðast krefjandi.