Erlent samstarf

Við Menntaskólann á Egilsstöðum hefur frá upphafi verið lögð áhersla á samstarf við erlenda skóla. Helsta markmið þeirrar samvinnu er að víkka sjóndeildarhring nemenda og bæta tungumálakunnáttu þeirra. Með þátttöku í erlendum samstarfsverkefnum kynnast kennarar einnig nýjum aðferðum í kennslu. Meðal verkefna sem hefur verið sinnt í gegn um árin eru nemendaskipti við Max-Planck-Gymnasium í Trier í Þýskalandi, heimsóknir til Færeyja og nokkur Evrópuverkefni. Yfirstandandi verkefni heitir Management game for future European managers.Erasmus hópur á Íslandi 2019

Erasmus plus verkefni 2018- 2021 - Management game for future European managers

Menntaskólinn á Egilsstöðum stýrir Erasmus plus samstarfsverkefni við skóla frá Spáni, Hollandi, Ítalíu og Finnlandi undir yfirskriftinni "Management game for future European managers". Verkefnið tekur 36 mánuði og hófst á haustönn 2018 með upphafsfundi á Ítalíu. Verkefnið snýst í grunninn um að nemendur læra að stofna fyrirtæki, allt frá því að kynna sér lagalega þætti þess, vinna hugmyndavinnu og búa til viðskiptaáætlun. Með því að taka þátt gefst nemendum frábært tækifæri til að víkka sjóndeildarhringinn, læra nýja hluti og kynnast jafnöldrum sínum og menningu víða um Evrópu. Í hverri heimsókn búa erlendir nemendur heima hjá nemendum í heimaskóla á meðan á dvölinni stendur auk þess sem farið er í margs konar ferðir og fjölbreyttrar afþreyingar notið.Ítalía 2019

Næsta heimsókn er til Hollands vor 2020 (frestað vegna Covid 19) og verkefnið endar í Finnlandi vor 2021, en í hverja heimsókn fara 3 nemendur og 2 kennarar.

Verkefnisstjóri alþjóðasamskipta við skólann er Dagur Skírnir Óðinsson.

Heimsókn til Ítalíu í febrúar 2019

Í fyrstu heimsókn verkefnisins fóru þær Sigurlaug Eir, Ísabella og Julia ásamt þeim Lóu og Degi.Ítalía 2

Markmið heimsóknarinnar var að kynna sér ólík lög sem mikilvægt er að hafa í huga þegar fyrirtæki eru stofnuð. Öll sú vinna gekk að óskum og stóðu nemendur okkar sig ákaflega vel. Nemendurnir dvöldu í Vareseen, ýmislegt skemmtilegt var gert og fóru nemendur bæði til Turin og Milan.

Ísland maí 2019

Í byrjun maí komu 8 kennarar og 15 nemendur frá Hollandi, Spáni, Ítalíu og Finnlandi í heimsókn til okkar. Markmiðið var að nemendurnir áttu að koma með hugmynd að appi til þess að vinna að og skapa fyrirtæki í kringum. Fyrir heimsóknina hafði hvert land útbúið eina hugmynd og voru þær kynntar en sú íslenska varð hlutskörpust í kosningu meðal nemenda. Okkar nemendur höfðu teiknað upp hugmynd að smáforriti sem mælir kolefnisfótspor einstaklinga og býður upp á ráð til að draga úr því og til að kolefnisjafna fótsporið.Erlendir gestir

Að auki var margt skemmtilegt brallað, m.a. fóru bæði nemendur og kennarar til Seyðisfjarðar, í Óbyggðasetrið í Fljótsdal auk þess sem Fljótsdalshérað var rækilega kynnt fyrir þeim.

Spánn nóvember 2019

Í nóvember fóru þau Sturlaugur, Heiðrún Anna og Almar til Dos Hermanos sem er staðsett rétt við Sevilla í Andalúsíuhéraði en með þeim fóru þau Rannveig og Árni F.Spánn 2019

Tilgangur ferðarinnar var að búa til viðskiptaáætlun fyrir appið sem var þróað í heimsókninni á Íslandi. Þar stóðu íslensku nemendurnir sig vel en til að æfa sig að gera viðskiptaáætlun höfðu þau greint Vök Baths.

Á Spáni var ýmislegt fleira gert en að vinna að verkefninu og fóru nemendur og kennarar í heimsókn í háskóla í Sevilla, kíkt var til Cubo og Alcazar ásamt því að njóta lífsins í nokkuð góðu veðri.

About the assignment in english

Menntaskólinn á Egilsstöðum manages the Erasmusplus project “Management Game for Future European Managers”. Our partnership includes schools from Spain, Holland Italy and Finland. The project began in the fall of 2018 with a meeting in Italy and will run for 36 months.Spánn 2019

The basis of the project is creating a mock-up company, which entails learning about the legal processes for starting a company in each of the partner countries, working together on product ideas, the elements of creating a business plan, as well as how to advertise and market a company and a product.

Working on the project gives students a wonderful opportunity to expand their horizons while learning new things and meeting peers from different cultures over Europe.

In the beginning of 2019, three students travelled with two teachers to Italy to being work on the project and in May 15 students and 8 teachers visited Egilsstaðir.

Each visit entails the visiting students being billeted by families of the hosting country, where they become familiar with the local culture and make new friends. There are also several activities and short trips arranged for the guests when not working directly on the project.

The next visit is to Spain in the fall of 2019, to Holland in the spring of 2020 and to Finland in the spring of 2021. Three students and two teachers attend each meeting.

Eldri verkefni

Comeniusverkefni 2010-2012: "Young Europeans Make a Greener Europe"

Comenius-samstarfsverkefnið "Young Europeans Make a Greener Europe" snýst um að auka vitund nemenda á ábyrgð sinni í orkunotkun og hvernig þeir geta dregið úr kolefnisspori sínu, m.a. með því að bera sig saman við nemendur frá öðrum þátttökulöndum. Þátttakendur kynna sér reglur Evrópusambandsins um orkunotkun og kolefnislosun og fjalla um endurvinnslu og endurnýtingu.
Nemendur miðla upplýsingum og vinna verkefni milli landanna og hittast í heimsóknum í öllum þátttökulöndunum. Þau læra að virða mismunandi skoðanir og aðstæður en vinna að sama markmiði.

Í verkefninu eru ýmsar faggreinar samþættar, s.s. náttúrufræði, félagsfræði og tungumál. Með því móti gefst mörgum kennurum í hverjum skóla, og fjölbreyttum hópi nemenda, kostur á að taka þátt í verkefninu.
Nemendur fá einnig góða þjálfun í notkun upplýsingatækni sem ýtir undir og aðstoðar samskipti þeirra.
Samstarfstungumál verkefnisins er enska.