Áfangastjórn

Áfangastjóri ME skipuleggur námsframboð skólans, setur saman stundatöflur nemenda og kennara og heldur utanum skólasókn nemenda. Áfangastjóri sér um innritun nemenda í skólann, aðstoðar þá við mat á námi frá öðrum skólum, val á brautum og áföngum og veitir nemendum og forráðamönnum þeirra ráðgjöf um námsferilinn og uppbyggingu hans. 

BERGÞÓRA ARNÓRSDÓTTIR

Áfangastjóri (ba@me.is)
Viðvera alla virka daga frá 8.00-16.00.
Alltaf er hægt að koma við á skrifstofunni hjá Bergþóru eða bóka samtal hér í gegnum Microsoft Bookings

Bergþóra í 5 jákvæðum lýsingarorðum:
Drífandi, hugmyndarík, lausnamiðuð, traust og skipulögð.   
Lífsmottó Bergþóru:
Að hugsa út fyrir rammann.
Lífsgildi Bergþóru:
Bjartsýni, fjölbreytni, jafnrétti, seigla, sanngirni og samvinna.

Renndu endilega yfir eftirfarandi punkta og smelltu á plúsinn ef þú vilt fræðast meira.

Veistu ekki hvað þú átt margar einingar eftir til stúdentsprófs?

Í ME eru sex námsbrautir og á hverri braut er hægt að velja 3-6 námslínur. Það fer eftir framtíðardraumum þínum hvaða námsbraut þú velur sem og hvaða línu þú velur innan námsbrautar. Þú finnur nánari upplýsingar um námsbrautir undir flipanum Námið.

Ertu að velta því fyrir þér hvort þú getir fengið fyrra nám metið til stúdentsprófs í ME?

Mögulegt er að fá nám frá öðrum skólum metið til eininga í ME ef áfangarnir eru sambærilegir að uppbyggingu. Nánari upplýsingar um mat á námi frá öðrum skólum er að finna hér.

Vantar þig aðstoð við valið? Veistu ekki hvaða íslenskuáfanga þú átt að skrá þig í næst?

Kíktu við á skrifstofu áfangastjóra ef þú þarft ráðgjöf við val fyrir næstu önn. Gagnlegt er að setja upp námsferil í excel og fara yfir hann með námsráðgjafa eða áfangastjóra.

Vantar þig aðstoð við að setja upp námsferilinn þinn?

Áfangastjóri getur aðstoðað þig við að setja upp langtímaáætlun í námi til að auðvelda yfirsýn yfir áfanga sem þarf að taka á hverri braut.