Foreldra- og hollvinafélag ME

Foreldra- og hollvinafélag Menntaskólans á Egilsstöðum var stofnað í nóvember 2003. Félagið er samráðs- og samstarfsvettvangur foreldra og nemenda við Menntaskólann á Egilsstöðum. Tilgangur félagsins er meðal annars að stuðla að auknum gæðum skólastarfsins og bæta skilyrði og aðstæður nemenda. Eitt af markmiðum félagsins er að auka stuðning og hvatningu foreldra við börn sín og námið. Félagið er bakhjarl skólans og vill efla áhrif foreldra sem hagsmunahóps um bættan hag og stöðu hans.

Áhugi, ábyrgð og áhrif foreldra á skólastarfið og jákvæð viðhorf þeirra til náms og skólagöngu barna sinna getur haft mikil áhrif á námsárangur og almenna velferð nemenda. Innbyrðis samstaða foreldra/forráðamanna og áhrif þeirra í samfélaginu getur myndað mikilvægan hóp til að styðja við skólann í baráttu við bættan hag og stöðu hans og um leið bætta aðstöðu nemenda. Samstarf heimilis og skóla eflir einnig markvisst forvarnarstarf gegn neyslu áfengis og annarra vímuefna og styður við mótun á jákvæðum lífsstíl nemenda. 

Lög félagsins

Heiti og aðsetur:
1. gr. Félagið heitir Foreldra- og hollvinafélag Menntaskólans á Egilsstöðum. Aðsetur félagsins er á Egilsstöðum

Tilgangur, markmið og leiðir:
2. gr. Tilgangur félagins er að stuðla að auknum gæðum framhaldsskóla og bæta jafnt almenn og einstaklingsbundin skilyrði og aðstæður nemenda til menntunar og farsæls þroska. Markmiðum sínum hyggst félagið ná með því meðal annars:

að vera samráðs- og samstarfsvettvangur foreldra/forráðamanna við Menntaskólann á Egilsstöðum.
að standa vörð um réttindi nemenda til menntunar og farsæls þroska.
að stuðla að aukinni vitund foreldra/forráðamanna um forsjárskyldur sínar og hvetja til aukins stuðnings, aðhalds og hvatningar foreldra/forráðamanna við börn sín og nám þeirra.
að vera bakhjarl skólans og efla áhrif foreldra/forráðamanna sem hagsmunahóps um bættan hag og stöðu skólans.
að koma á og tryggja öflugt og gott samstarf foreldra/forráðamanna og starfsfólks skólans.

Félagsaðild:
3. gr. Félagsmenn eru allir foreldrar og aðrir forráðamenn nemenda skólans, nema þeir segi sig sérstaklega úr félaginu. Úrsögn skal vera skrifleg. Félagið er jafnframt opið öðrum velunnurum skólans sem óska eftir aðild.

Æðsta vald og stjórn félagsins:
4. gr. Aðalfundur fer með æðsta vald í málefnum félagsins. Hann skal halda árlega á tímabilinu 15. sept. til 20. okt. Til fundarins skal boðað bréflega með a.m.k. 5 daga fyrirvara með dagskrá. Aðalfundur er löglegur ef löglega er til hans boðað. Einfaldur meirihluti atkvæða ræður úrslitum í atkvæðagreiðslu. Dagskrá aðalfundar skal vera:
a) Kosning fundarstjóra og fundarritara.
b) Skýrsla stjórnar um störf hennar og starfsemi samtakanna.
c) Ársreikningar lagðir fram.
d) Umræður um skýrslu stjórnar og ársreikning og afgreiðsla hans.
e) Lagabreytingar.
f) Starfsáætlun lögð fram til kynningar og afgreiðslu.
g) Kosning í stjórn samtakanna.
h) Kosning tveggja skoðunarmanna og tveggja til vara.

Stjórn:
5. gr. Stjórn félagsins skipa fimm fulltrúar og skulu a.m.k. fjórir vera foreldrar/forráðamenn nemenda við skólann. Einn stjórnarmaður getur verið úr hópi hollvina skólans sem gengið hefur í félagið. Stjórn er kosin á aðalfundi til tveggja ára í senn, þrír stjórnarmenn annað hvert ár og tveir hitt árið. Tveir varamenn skulu kosnir hvert ár. Stjórn skiptir með sér verkum á fyrsta stjórnarfundi eftir aðalfund. Stjórn félagsins stýrir samtökunum í umboði aðalfundar í samræmi við samþykkta starfsáætlun og starfsreglur þessar. Stjórnin skal halda gerðarbók þar sem bókuð eru öll mál sem tekin eru fyrir og allar ákvarðanir stjórnar. Einfaldur meirihluti stjórnarmanna ræður úrslitum. Fundargerðir stjórnar skal senda skólameistara til kynningar.

Fjármál:
6. gr. Tekjur félagsins eru styrkir, sem stjórn félagsins er heimilt að taka við frá opinberum aðilum og öðrum sem vilja styðja félagið og starfsemi þess og önnur fjáröflun. Reikningstímabil og fjárhagsár félagsins er frá 1. sept. til 31. ágúst ár hvert.

Lagabreytingar:
7. gr. Lögum þessum má aðeins breyta á aðalfundi félagsins. Tillögur að breytingum þurfa að berast stjórn samtakanna ekki síður en 14 dögum fyrir auglýstan aðalfund. Tilögur til breytinga á lögum þessum, sem stjórn samtakanna hyggst leggja fram, skal kynna um leið og boðað er til aðalfundar og á sama hátt.

Slit félagsins:
8. gr. Ákvörðun um slit félags verður tekin á aðalfundi með einföldum meirihluta og renna eignir þess til Menntaskólans á Egilsstöðum.

Ákvæði til bráðabirgða:
Á stofnfundi félagsins sem samþykkir starfsreglur þessar, skal kosið til stjórnar samkvæmt þeim. Þá skulu kosnir þrír stjórnarmenn til tveggja ára og tveir til eins árs auk tveggja varamanna. Formaður skal vera úr hópi þeirra sem kosnir eru til tveggja ára.

Stjórn

Á eftir að skipta með sér verkum

Formaður Fjóla Orradóttir
Gjaldkeri Steinunn Snædal
Ritari Björgvin Steinar Friðriksson
Fulltrúi í skólanefnd ME Fjóla Orradóttir
Meðstjórnendur

Eygló Björg Jóhannsdóttir

Varamenn Elsa Sigrún Elísdóttir

Fundagerðir

 

Skólaárið 2022 - 2023

Fundargerð aðalfundar 30.8.2022

Fundargerð stjórnar 25.8.2022

Skólaárið 2021-2022

Fundargerð aðalfundar 31.8.2021 

Fundargerð stjórnar 13.9.2021

Fundargerð stjórnar 30.11.2021

 

Skólaárið 2019-2021

Engir fundir haldnir


Skólaárið 2018-2019

fundargerd-stjornar-28.08.18

fundargerd-stjornar-13.11.18

fundargerd-stjornar-12.02.19

fundargerd-stjornar-09.04.19


Skólaárið 2017-2018

adalfundur-foreldrafelags-me-2017-18

fundargerd-stjornar-09.10.17

fundargerd-stjornar-29.11.17

fundargerd-stjornar-29.11.17b

fundargerd-stjornar-16.01.18

fundargerd-stjornar-24.04.18

fundargerd-stjornar-11.05.18


Eldri fundagerðir

fundagerdir-skolaarid-2014-2015

fundagerdir-skolaarid-2013-2014

fundagerdir-skolaarid-2012-2013

fundagerdir-skolaarid-2011-2012

fundagerdir-skolaarid-2010-2011

fundagerdir-skolaarid-2009-2010