Vinnureglur fjarnáms

Fyrir fjarnema:

  • Nemendur skulu kynna sér kennsluáætlun vandlega í upphafi spannar og gera sér grein fyrir því að fjarnám felur í sér aukna ábyrgð nemenda og krefst sjálfstæðari vinnubragða heldur en dagskólanám. 1 áfangi á spönn jafngildir 33% vinnu.
  • Nemendum ber að fara reglulega (2-3 í viku) inn á Canvas námsvefinn, fylgjast vel með því sem fram fer í áfanganum og virða þær reglur sem kennari setur um verkefnaskil.
  • Nemendur eiga að láta kennara vita ef þeir eru í vandræðum með eitthvað í náminu og biðja um frest ef þeir geta ekki skilað á réttum tíma.
  • Nemendur mæta í lokapróf í Menntaskólanum á Egilsstöðum, nema sótt hafi verið um leyfi til að taka prófið annars staðar. Það er gert að minnsta kosti viku áður en próf hefjast og bera nemendur kostnað vegna próftöku annars staðar.
  • Nemendur láta kennara og kennslustjóra fjarnáms vita ef þeir vilja hætta í áfanga.

Fyrir fjarkennara:

  • Kennari setur fram skýra kennsluáætlun þar sem fram koma markmið, tímaáætlun, verkefni og námsmat áfangans. Nánari útfærsla er í höndum hvers kennara og fer eftir aðstæðum í viðkomandi áfanga.
  • Notað er námsvefurinn Canvas, þar sem verkefni verða lögð fyrir á rafrænu formi og einnig er hægt að skila á rafrænu formi nema kennari ákveði annað. Skýr tímamörk verða á skilaverkefnum/prófum.
  • Námsefni skal setja fram á aðgengilegan og skýran hátt. Verkefnum skulu fylgja lausnir þegar við á og/eða ábendingar um ítarefni.
  • Kennari hefur reglulega samband við nemendur og athugar stöðu þeirra. Langvarandi óvirkni nemanda ber að tilkynna fjarkennslustjóra.
  • Spurningum nemenda ber að svara innan tveggja virkra daga. Við yfirferð á verkefnum/ritgerðum skal kennari hafa lengri tíma, en þó skulu nemendur fá viðbrögð við þeim innnan eðlilegra tímamarka.