Tæknismiðja ME

Tæknismiðjan er nýjasta viðbótin við námsframboð í ME. Henni er ætlað að styðja við þarfir 21. aldarinnar og gera nemendur hæfari í hönnun og sköpun í víðu samhengi, hvort heldur sem er út frá forsendum list- og hönnunarnáms eða tæknináms. Tæknismiðjan er í stöðugri þróun og kapp er lagt á að bæta sífellt aðstöðu og kennslu. Tæknismiðjan teygir sig yfir 4 stofur og í þeim er aðstaða til ólíkra hluta. Helstu tæki eru þrívíddarprentari, laserskurðarvél, vinylskeri, hitapressa, lítið ljósmyndastúdío, auk tölvuvers, ýmissa handverkfæra og tækja. Hugbúnaður er frá Abobe, creative cloud s.s. photoshop og Illustrator o.fl. Nemendur sem lokið hafa undirstöðuáfanga hafa alltaf aðgang að smiðjunni fyrir sjálfstæða vinnu, í samráði við kennara, í gegnum verkefnatímakerfi.