Tölvur og upplýsingatækni

Í ME er mikil áhersla lögð á verkefnabundið og tölvustutt nám í öllum áföngum og því er mælst til þess að nýnemar hafi tiltækar fartölvur sem geta nýst við námið. Allir nemendur fá eigið ME-netfang, -@me.is, og er ætlast til að þeir skoði póstinn sinn mjög reglulega. ME-netfangið er nauðsynlegt nemendum við skráningu inn í tölvuþjónustur skólans, s.s. Office 365 sem innifelur ókeypis aðgang að öllum forritapakka Office 365 og námsvefinn Canvas þar sem kennarar halda utan um námsefni og verkefni.

Netföng og aðgangsorð

Allir nemendur fá eigið ME-netfang, -@me.is, og er ætlast til að þeir skoði póstinn sinn mjög reglulega. Upplýsingar um netfang og aðgangsorð verða sendar nýnemum og forráðamönnum þeirra á netföngin sem skráð eru í Innu. Einnig fylgja upplýsingar um notkun og skráningu inn í tölvuþjónustur skólans. Nemendur verða að halda vel utan um lykilorðin sín og deila þeim alls ekki með öðrum en forráðamönnum.

Office365 (Menntaskýið)

ME er með leyfissamning við Microsoft um aðgengi nemenda og starfsmanna að Office 365 í gengum Menntaskýið sem er sameiginlegt ský fyrir allar Menntastofnanir Ríkisins.

Allir nemendur hafa ME-netfang sem er þeirra notendanafn inn á Office 365 Menntaskýið.

Í gegnum Menntaskýið hafa nemendur aðgang að Office forritunum (Word-ritvinnsla, Excel-töflureiknir og Outlook-póstforrit eru þekktust). Einnig er í boði fleiri þjónustur t.d. OneDrive sem er 1TB einkagagnageymsla í skýinu.

ME nemendur með me-netfang fá fulla útgáfu af Office-pakkanum. Og geta í gegnum office.com sett upp office pakkann á tölvuna sína.

Hlekkur inn á Menntaskýið https://www.office.com

ME-netfangið þitt getur þú nálgast inn á Innu.

Öll samskipti skólans við nemendur fara í gegnum ME-netfangið

Þráðlaust net

ME er öflugt þráðlaust net og gildir sama auðkenning fyrir það og Office 365. Hver nemandi ber fulla ábyrgð á þeirri netumferð sem fer fram í þeirra nafni.

Nemendur eru minntir á að þeim ber að tryggja það eftir bestu getu að fartölvur þeirra og tæki séu vel vírusvarin og smiti ekki út frá sér á neti skólans. Á þráðlausa netinu í ME njóta fartölvur forgangs og fá hraðara netsamband en snjalltæki eins og símar og spjaldtölvur. Nánari upplýsingar um tölvunotkun berast nemendum síðar í tölvupósti og í reglum skólans um tölvunotkun.

Inna

Inna er gagnagrunnur framhaldsskóla á Íslandi. Þangað sækja nemendur og forráðamenn ólögráða nemenda stundatöflur, mætingu, einkunnir og námsferil. Foreldrar nota Innu meðal annars ef þeir þurfa að tilkynna veikindi barna sinna.

Til að skrá sig í Innu þarf Íslykil eða rafræn skilríki. Einfaldast er að fá Íslykil sendan í heimabanka eða sækja rafræn skilríki, hjá símafélagi eða í viðskiptabanka. Áríðandi er að hafa með sér vegabréf eða ökuskírteini ef sækja á rafræn skilríki.
Athugið að ef skipt er um símafélag og/eða símakort þarf að virkja rafræn skilríki aftur.

Foreldrar geta líka sótt um aðgang að Innu á https://www.inna.is/Nemendur/ með því að panta nýtt lykilorð. Þá fá þeir sent lykilorð á það netfang sem er skráð í Innu.

Á vef ME er hægt að kynna sér ýmislegt tengt námskránni, námsferla, markmið o.s.frv.

Canvas námsvefurinn

Canvas er alhliða námsvefur sem auðveldar samskipti kennara og nemenda um allt sem tengist náminu. Nemendur geta sótt allt það efni sem kennarar miðla til nemenda inni á sama svæði.

Á forsíðu sjá nemendur yfirlit yfir áfanga sem þeir eru skráðir í, næstu verkefni, kennslustundir sem eru á döfinni og nýbirtar einkunnir. Inni í hverjum áfanga birtist yfirlit yfir verkefni, umræðuþræði áfanga, kennsluáætlun, fyrirlestra og fleira. Nemandi getur valið einstaka verkefni og sent inn lausn. Nemendur geta einnig skráð sig saman í hópa og átt í umræðum innan hópsins og skilað verkefnum saman.

Hlekkur á Leiðbeiningar

Algengar Canvas spurningar nemenda

Prentun

Nemendur geta prentað út á prentara staðsettum í bókasafni skólans á neðri hæð kennsluhúss.

Reglur um tölvunotkun

Tölvur og snjalltæki geta verið mjög gagnleg við nám en reynslan er sú að notkun þeirra fylgir oft ónæði. Þetta á sérstaklega við um síma og önnur snjalltæki. Facebook og aðrir samskiptamiðlar, leikir, ómarkvisst flakk á netinu og annað þess háttar sem ekki tilheyrir náminu á ekki við í kennslustundum. Eftirfarandi reglur gilda um tölvu- og snjalltækjanotkun í ME:

  • Einkunnarorð skólans, gleði,virðing, jafnrétti, gilda í öllu starfi skólans, einnig í allri meðferð samskiptatækja.
  • Kennarinn er verkstjóri og setur vinnureglur í kennslustundum.
  • Nemendur virða rétt félaga sinna til að stunda nám sitt ótruflaðir.
  • Tölvur, síma og önnur samskiptatæki má aðeins nota í kennslustundum ef kennari leyfir eða mælir svo fyrir.
  • Allar myndatökur og upptökur í kennslustundum eru óheimilar nema með leyfi kennara

 

Skrifstofa kerfisstjóra er í kennsluhúsi og þar er veitt margvísleg tölvuþjónusta fyrir nemendur og kennara.

Kerfisstjóri ME er Magnús Þórhallsson.

Senda þjónustubeiðni til kerfisstjóra ME